Fundinn sátu: Ásthildur Gunnarsdóttir, Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, Kitty Anderson, Unnsteinn Jóhannsson og Ugla Stefanía Kristjönudóttir.
Einnig sat fundinn María Helga Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs og Auður Magndís Auðardóttir framkvæmdastýra.
Forföll boðaði Júlía Margrét Einarsdóttir.
Ár 2016, þriðjudaginn 17.5.2016 var haldinn fundur stjórnar Samtakanna ‘78 í húsnæði samtakanna að Suðurgötu 3 í Reykjavík.
Fundargerð ritaði María Helga Guðmundsdóttir.
Fundur settur kl. 12:12.
1.Styrkumsókn Andreu Dagbjartar Pálsdóttur jafningjafræðara
Samþykkt hafði verið að veita Andreu 25 þús.kr . styrk vegna ferðar á ráðstefnu með því skilyrði að hún sendi sundurliðun kostnaðar við ferðina. Sú kostnaðaráætlun er nú komin og því samþykkt að greiða henni styrkinn.
2.Félagsfundur annað kvöld
Auður Lilja Erlingsdóttir mun stýra fundi. Unnsteinn kynnir lagabreytinganefnd, ber undir fundinn að frambjóðendurnir sjö verði sjálfkjörnir í nefnd frekar en að einn verði kosinn út. Áætluð mæting: 40 manns „attending“, 40 „interested“ á FB – áætlað að um 60 manns mæti. Unnsteinn og Auður Lilja ætla að ræða saman um fyrirkomulag fundar.
Fyrirkomulag: „world café“ – borð með mismunandi umræðuefnum, einn borðstjóri á hverju borði, einstaklingar geta skipt um borð reglulega.
Sérstaklega er vonast til þess að fram komi hvað fólki sem er ósátt við störf félagsins finnist vanta í starfið. Höfum eitt borð þar sem boðið er upp á að ræða stöðuna í félaginu og þau ágreiningsmál sem hafa komið upp undanfarið.
3.Fræðslufulltrúi
Ugla víkur af fundi fyrir þennan lið vegna áforma um að sækja um starfið.
Farið áfram með auglýsingu í vikunni. Gefinn umsóknarfrestur fram að mánaðamótum og tveir óháðir aðilar, ótengdir S78, hafðir með í viðtölum. Auður þekkir mannauðsráðgjafa hjá Gallup sem kæmi til greina sem annar aðilinn. Kitty býðst einnig til að finna óháðan aðila.
4.Verkefni dagsins
Ugla snýr aftur á fund.
Auði hefur boðist óvænt boðun á fund við velferðarráðherra kl. 15 um stöðu hinsegin fólks í atvinnulífinu. Auður átti að vera á námskeiði vegna Erasmus+ verkefnisins. Ákveðið að Auður og Kitty fari á fundinn hjá velferðarráðherra og María sæki Erasmusnámskeiðið í stað Auðar.
5.Yfirlýsing vegna IDAHOTdags
Samþykkt að gefa út yfirlýsingu vegna IDAHOTdagsins.
Fundi slitið 13:00