Viðstödd eru: Þorbjörg, Andrean, Bjarndís, Daníel (framkv. stj.), og Sigga Ösp (áheyrnarfulltrúi)
Fundargerð ritar: Bjarndís Helga Tómasdóttir
Fundur settur: 16:02
1. Samþykkt fundargerðar
Fundargerð síðasta fundar hefur verið samþykkt á Slack.
2. Takk miðlun
Umræða síðasta fundar tekin upp. Stjórn ræðir fjárhagsstöðuna og veltir upp valmöguleikum. Frekari ákvörðun verður tekin síðar þar sem stjórn bíður eftir frekari upplýsingum um fjárhagsstöðuna.
3. Verkefni BHM
BHM hafði samband og hitti formann og framkvæmdastjóra á fundi. BHM vill skoða tekjuþróun hinsegin fólks undanfarna áratugi samanborið við aðra hópa. Stjórn ræðir hvernig styðja megi við þessa könnun. Stjórn fagnar þessu verkefni og lýsir yfir vilja til stuðnings.
4. Starfsnemi
Nokkur hafa sótt um að vera starfsnemar á skrifstofu Samtakanna sem hæfi trúlega störf strax eftir áramót.
5. Aðalfundur 2022
Framkvæmdastjóri ræðir hugmyndir fyrir aðalfund í mars á næsta ári.
6. Félagsmiðstöðin
Oktavía kemur á fundinn fyrir hönd starfshóps félagsmiðstöðvarinnar. Oktavía deilir með stjórn hverni starfshópur hefur unnið síðustu misseri en starfið hefur verið dálítið þungt vegna covid. Starfshópurinn hefur tekið virkan þátt í starfi félagsmiðstöðvarinnar sem sjálfboðaliðar og eru með hugmyndir um hvernig megi þróa starfið áfram og hvernig starfshópurinn geti stutt við félagsmiðstöðina enn frekar. Stjórn þakkar starfshópnum fyrir sitt framlag til starfs hinsegin ungmenna.
Fundi slitið: 17:42