FundargerðirStjórn

10. stjórnarfundur 2025

By 9. september, 2025september 12th, 2025No Comments

Viðstödd eru: Bjarndís, Hrönn, Jóhannes, Leifur, Sveinn, Vera, Bergrún (skrifstofustjóri), Sigga Ösp (áheyrnarfulltrúi)
Fundargerð ritar: Vera Illugadóttir
Fundur settur: 16:05.

1. Samþykkt fundargerðar síðasta fundar
Stjórn samþykkir fundargerð síðasta stjórnarfundar.

2. Hinsegin kaupfélagið
Magnús rekstrarstjóri kemur á fundinn. Hann hefur séð um Hinsegin kaupfélagið. Síðastliðin eitt og hálft ár hefur kaupfélagið vaxið umtalsvert og hagsmunafélög á borð við Trans Vini, Trans Ísland og fleiri ný sýnt áhuga á að fá að selja vörur í gegnum kaupfélagið í umboðssölu. Slíku myndi þó fylgja talsvert meira umstang. Magnús spyr hver sé afstaða stjórnar til þess? Stjórn ræðir, og ákveður að neita hagsmunafélögum um umboðssölu á vörum í Kaupfélaginu að þessu sinni. Nauðsynlegt er að mynda stefnu um Kaupfélagið, rekstur þess og framtíð. Magnús kemur með tillögur í þá átt á þarnæsta stjórnarfundi.

Magnús fer af fundi.

3. Samstöðufundur og félagsfundur
Tölvupóstur barst um hvort halda ætti samstöðufund vegna neikvæðrar umræðu um hinsegin fólk í samfélaginu að undanförnu. Bjarndís spyr hvort þörf sé á einhverskonar fundi eða samverustund. Stjórn ræðir. Hrönn stingur upp á að sameina slíkt félagsfundi Samtakanna að hausti. Ákveða þarf einnig dagsetningu og dagskrá félagsfundarins.

4. Vinnuhelgi stjórnar og starfsfólks
Stjórn og skrifstofustjóri ræða vinnuhelgi.

5. Önnur mál
Engin önnur mál.

Fundi slitið: 16:53