Skip to main content
FundargerðirStjórn

10. Stjórnarfundur S78 05.09.2013

By 18. september, 2013mars 6th, 2020No Comments

10. Stjórnarfundur S78 05.09.2013

 

Mætt: Stjórnarmennirnir Gunnar Helgi Guðjónsson (GHG)(Áheyrnarfulltrúi Trúnaðarráðs), Fríða Agnarsdóttir, Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson (Villi), Sigurður Júlíus Guðmundsson (Siggi), Svandís Anna Sigurðardóttir (SAS), Guðrún Arna Kristjánsdóttir (GAK), Örn Danival Kristjánsson, Anna Pála Sverrisdóttir (APS)

 

Fjarverandi: Sverrir Jónsson (Áheyrnarfulltrúi Trúnaðarráðs), Árni Grétar Jóhannsson (ÁG)(framkvæmdastjóri S78)

 

Fundur settur: 20:06

1.  Fundargerð síðasta fundar: Samþykkt

 

2. Næsti félagsfundur S78

 

  • Siggi ræðir að kominn sé tími á að huga að næsta félagsfundi. APS leggur til að við finnum tíma í byrjun október.

  • Villi segir að við þurfum að ræða við Guðrúnu bókara einnig að best sé að hafa þetta fyrr en seinna vegna skóla/prófa.

  • Stefnum á 5. október og biðjum framkvæmdastjóra að athuga þá dagsetningu.

 

3. Mannréttindaviðurkenning, fyrirkomulag

 

  • APS ræðir að við þurfum að vera aðeins skipulagðari næst þannig að frétt o.fl. komi strax í kjölfarið á viðurkenningunni.

  • ÁG og Siggi vinna í því að fá leyfi til þess að birta myndbandið sem fylgdi viðurkenningunum svo hægt sé að birta það og um leið senda út fréttatilkynningu.

  • Mikil umræða hefur verið meðal meðlima trúnaðarráðs og stjórnar. Stjórn ákveður að taka kosningu á fundi með trúnaðarráði n.k. laugardag. Málið verður kynnt áður á facebook svo hægt sé að taka stutta kosningu. Ritari sér um að kynna. Eftir því sem niðurstöður verða verður skipað í hóp til að fara yfir stöðuna.

 

4. Styrkumsókn til félagsmálaráðuneytis og önnur styrkjamál

 

  • Villi ræðir að við þurfum að fara að sækja um styrkveitingu hjá ríkinu. Villi mun athuga hvenær frestur er. Hann ræðir það að sækja sérstaklega um rekstur og svo fyrir ráðgjafa, í samráði við SAS. Mikilvægt að fá fjármagn þannig að framkvæmdastjóri starfi í fullu starfi. Einnig er mikill vilji fyrir því að fá styrkveitingu til að geta ráðið umsjónarstarfsmann fyrir ungliðahreyfingu S78.

  • SAS ræðir að ÁG sé með á sinni könnu að sækja um styrk fyrir ráðgjafana fyrir 30. sept. Þarf að minna hann á það.

  • Stjórn biður ÁG um að taka saman lista yfir styrki sem eru í boði og setja inn á calender hjá okkur.

  • Nauðsynlegt er að ljúka öllum þeim verkefnum sem við fáum styrki fyrir.

 

5. Ungliðastarf

 

  • Villi ræðir athugasemdir aðila sem beinast að ungliðahreyfingu S78. Siggi mun skoða málið nánar.

  • Rætt um fjármagn til handa ungliðunum. Endanlega fjárhagsniðurstaða eftir s.l. Pride er ekki þekkt að svo stöddu og verður skoðað þegar þær upplýsingar liggja fyrir.

 

6. Hinsegin spurningar í stórri framhaldsskólarannsókn

 

  • APS kynnir málið, rannsókn sem fer í alla framhaldsskóla á landinu og er okkur boðið að hafa áhrif og koma með tillögur að hinsegin tengdum spurningum.

  • Til þess að hægt sé að greina niðurstöður með tilliti til hinsegin breyta þarf að afla fjármagns til handa rannsakendum (Rannsókn og greining). Hugmyndir eru uppi um að sækja til ráðuneyta eða annarra stofnanna. Stjórn samþykkir. APS tekur aðal ábyrgð, SAS og Auður Magga verða til hliðar og aðstoða ef þarf.

 

7. Koma Franklin Graham til Íslands

 

  • Hann kemur til landsins og verður með tölu 28. september. Spurningin er hvenær S78 boði til mótmæla. Nú þegar hefur einhver boðað mótmæli. Lagt er til að stofna starfshóp n.k. laugardag með stjórn og trúnaðarráði sem fer af stað með skipulagningu mótmælanna. Stjórn samþykkir.

 

8. Dagskrá vetrarins

 

  • Tillaga APS um að fresta þessari umræðu fram yfir fund með trúnaðarráði og taka hugmyndirnar sem þar koma fram með í reikninginn.

 

9. Haustfundur stjórnar og trúnaðarráðs

 

  • Er n.k. laugardag. Dagskrá og staðsetning er komin ásamt skemmtun.

  • Guðrún Arna mætir með snarl.

  • Villi og Gunni kaupa inn fyrir daginn.  

  • Siggi stýrir leik.

 

10. Önnur mál

a) Mótmælafundur við sendiráð Rússlands 3. september

 

  • Mikil ánægja ríkir með mótmælin, ræður sem voru haldnar og mætingu. Sigríður Ingibjörg stóð sig mjög vel.

 

b) Óskir um vísindaferðir háskólanema til S78

 

  • Á síðasta ári var ákveðið að hafna þessari beiðni vegna fjárhagsörðugleika. Núverandi stjórn sér fram á sömu stöðu og því verður ekki hægt að bjóða upp á vísindaferðir (með áfengi).

 

c) Samstarf við Úganda, staðan

 

  • Ásthildur og APS hafa unnið að umsókn sem er á lokastigi, það þarf að skila umsókninni fyrir 15. september.

 

d) ÓL í Rússlandi, aðgerðir

 

  • ÁG er búinn að ræða við Alfreð hjá Styrmi. APS á eftir að heyra í honum. Tillaga komin um að senda frá okkur ályktun og pressa á ríkið og ÍSÍ um að láta til sín taka í þessum málum. Ákveðið að biðja stjórnvöld og ÍSÍ um að taka afstöðu.

  • Villi leggur til að Júró-Reynir verði með í ráðum er þarf.

 

e) Erindi frá trans-einstaklingi í Tyrklandi

 

  • APS ætlar að skoða erindið betur og leyfa stjórn að fylgjast með.

 

f) Ársfundur ILGA Europe

 

  • Er í Króatíu í lok okt. Hilmar hefur mælt með að APS fari með. Gjaldkeri þarf að skoða fjármálin og hvort S78 hafi efni á því að senda tvo aðila út. Alþjóðafulltrúi (Hilmar) þarf að kanna betur kostnað við að fara og hver staða Íslands/S78 er innans sambandsins.

 

g) Stefnumótun í mannréttindamálum á Akranesi: ósk um samráð

 

  • Akraneskaupstaður óskar eftir samráði S78 við gerð mannréttindastefnu. Stjórn samþykkir og stefnir á að taka þátt eftir bestu getu.

 

h) Heimasíða S78

 

  • Mikil umræða að heimasíða S78 liggur niðri og lítið unnið í henni. Stjórn sammála um að hún eigi að falla undir svið framkvæmdastjóra. Spurning um að koma af stað ritnefnd.

 

Fundi slitið: 21.54
Næsti fundur verður: 18.09.13 kl. 20.00.

Fundarritari: Svandís Anna Sigurðardóttir

Leave a Reply