Skip to main content
FundargerðirStjórn

10. stjórnarfundur S78 22. ágúst 2012

By 5. september, 2012mars 6th, 2020No Comments

Mættir: Stjórnarmennirnir Guðmundur Helgason (Mummi), Svavar Gunnar Jónsson og Fríða Agnarsdóttir. Sigurlaug Brynja Arngrímsdóttir situr fundinn sem fulltrúi trúnaðarráðs. Sigurður Júlíus Guðmundsson (Siggi)boðaði seinkun en mætti. Gunnlaugur Bragi Björnsson, Ugla Stefanía Jónsdóttir og Árni Grétar Jóhannsson framkvæmdastjóri boðuðu forföll. 

Fundur settur 17:35

 1. Fundargerð síðasta fundar borin til samþykktar 
  Samþykkt
 2. Þorsteinn frá húsfélaginu kemur og ræðir portið á bakvið húsið
  Þorsteinn fór yfir þær hugmyndir um breytingar og lokanir á portinu. Portið er sóðalegt og mikill umgangur í raun af ýmsum óviðkomandi.  Hugmynd er að loka með steyptum vegg gatinu milli húsanna sem eru skráð við Hverfisgötu 18. Sú hugmynd var samþykkt hjá borgarskipulagi í dag.
  Grindurnar sem loka núna eru tímabundin lokun. Erum núna í raun að keyra yfir einkalóð til að komast í portið Hverfisgötumegin. Áhugi flestra í húsinu er að loka göngunum með einhverskonar hliði sem yrði opið á daginn en lokað á kvöldin og nóttunni.
  Næsta skref er að loka gatinu niður að Hverfisgötu hvernig sem það verður gert.
  Verið er að vinna kostnaðaráætlun varðandi það og mun Þorsteinn láta okkur fá hana um leið og hún er komin.
  Þegar búið er að loka portinu hvað verður þá? Hvernig verður portið notað?
  Við erum sammála því að farið sé í þessar framkvæmdir en þurfum þó að stíga varlega vegna peningamála. 
 3. Yfirferð á Hinsegin dögum og Menningarnótt
  Hinsdegin dagar: Ekki komið frá Gulla um það hvernig salan gekk. Þarf auðvitað að taka inn í reikninginn það sem ekki seldist og var ekki hægt að skila.
  Erum við að ætla okkur of mikið með þessum sölutjöldum, þetta lendir ósjálfrátt alltaf á sömu einstaklingum. Við þurfum að vera mun duglegri að sækja aðstoðarfólk til félaga annarra en þeirra sem eru í trúnaðarráði og stjórn. Þ.e. senda póst á félagsmenn og óska eftir þeirra aðstoð.
  Verkstjórn og skipulag þarf að vera gott.
  Þurfum að sýna vinnuna ekki bara sýna myndir sem sýna það sem gerðist heldur líka hvernig það varð til. Það vantaði algjörlega félagana í gönguna þ.e. félagsmenn.
  Hvað getum við lært af þessu? Þurfum að passa okkur á því að verðlauna þau sem eru að aðstoða okkur á einhvern hátt. Þó ekki væri nema bara segja takk fyrir. Þurfum oft að ýta eftir fólki augliti til auglits en ekki bara senda út póst þar sem óskað er eftir aðstoð.
  Sýnileiki samtakanna á hinsegin dögum og menningarnótt er mjög mikilvægur.
  Menningarnótt: Gekk mjög vel og aðsókn í húsið virðist vera aðeins minni enn í fyrra en samt mjög góð eða amk milli 150 og 200 manns sem við teljum að hafi komið í heimsókn.
  Vöfflurnar trektu ansi vel að. Á svona uppákomum þarf þó einhvern til að vera móttökustjóri og taka á móti fólki, má alveg skipta því niður á fleiri en einn einstakling.
  Þurfum að ræða þetta vel á Trúnaðarráðsfundinum nú í haust.
  Ættum að skoða það að hafa jafnvel oftar sjálfboðaliðakvöld þ.e. til að þakka þeim sem eru að leggja hönd á plóginn, ekki bara bjóða í jólahlaðborðið.
  Varðandi mannréttindaverðlaunin þá voru mjög sterk viðbrögð vegna þeirra. Þurfum að skoða vel ferlið við val á þeim.  Þurfum kannski að gera þetta allt miklu formlegra þ.e. varðandi valið. 
 4. Hauststarfið, trúnaðarráðsfundur – fræðslufundir
  Gerum könnun hvort fólk komist eða vilji fara vestur. Þarf þá að kanna kostnað og einnig skoða hvað við erum að fara að gera fyrir vestan og hvernig við vinnum allt þar.
  Annað hauststarf eins og fræðslufundir og fleira verður rætt betur á næsta fundi. 
 5. Önnur mál
 • Þurfum að auglýsa starf fræðslufulltrúa sem fyrst. Auglýsa í gegnum okkar miðla, heimasíðu, tölvupóst og facebook. Rætt um stækkun starfshlutfalls og verður að ræða fyrst við gjaldkera og svo taka ákvörðun. Miðað við það starf sem þarf að sinna í fræðslumálum þá er það í raun nauðsyn að hækka hlutfallið auk þess sem stór hluti styrksins frá Reykjavíkurborg er ætlaður til fræðslumála og því mikilvægt að við leggjum pening í málaflokkinn. 
 • Haft var samband við skrifstofu S78 vegna nýhafinnar gjaldtöku á kynsjúkdómaprófum og blóðtökum. Skorað á S’78 að ljá máls á þessu og mótmæla. Mikilvægt að þessi próf séu frí og öllum aðgengileg þó ekki væri nema bara vegna lýðheilsusjónarmiða. Stjórn samþykkir að mótmæla.  – Athuga hvort Árni sé til í að skrifa eitthvað. 
 • Bears on Ice bjóða S78 að sjá um fatahengi  á balli 8.sept. Þurfum að komast að því hve lengi þetta er þ.e. hvað er ballið lengi. Ef fólk fæst í þetta þá segjum við auðvitað já takk. Gætu verið einhverjar tekjur fyrir félagið. En líklega vilja þeir helst fá stráka í þetta en ekki stelpur. 
 • Þjóðbrók, félag þjóðfræðinema óskar eftir vísindaferð í S’78, svipað og var í fyrra. Kanna hvort Kjallarinn eða Jómfrúin séu til í að sponsera okkur eitthvað í þessu. Annars getum við ekki greitt þetta eða gefið frían drykk. Stjórn annars sammála að bjóða þau velkomin. 
 • Tími hinna ýmsu umsókna um hina ýmsu styrki er kominn. Árni óskar eftir aðstoð við gerð umsóknar til “Evrópu unga fólksins”. Silla til í að lesa amk yfir sem og Mummi. Gulli gjaldkeri geti þá hjálpað til við fjárhagsáætlun. Spurning um að senda inn umsókn sem framhald á “stattu með” verkefninu. 
 • Gulli gjaldkeri er nú bundinn í skólanum á fasta fundartímanum okkar. Erfitt að finna nýjan fundartíma og heldur sú umræða áfram á facebook þar til einhver niðurstaða finnst. 
 • Svavar vill færa það til bókar að opnunin á menningarnótt var gott framtak. Allir fundarmenn sammála honum.

Fundi slitið 20:14
Næsti fundur líklega mánudaginn 3.september eða amk í þeirri viku
Fundarritari: Fríða Agnars 
 

Leave a Reply