Skip to main content
FundargerðirStjórn

11. Stjórnarfundur 2022

By 4. nóvember, 2022mars 1st, 2023No Comments

Viðstödd eru: Agnes, Álfur, Bjarndís, Mars, Óli Alex, Vera, Þórhildur, Daníel (framkv.stj.), Tinni (áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs)
Fundargerð ritar: Vera Illugadóttir

Fundur settur: 17:12.

1. Samþykkt síðustu fundargerðar

Fundargerð síðasta stjórnarfundar verður sett á Slack til samþykktar innan skamms.

2. Fréttir frá ungmennaráði

Tinni flytur stjórn fréttir frá ungmennaráði. Þar er mikið um að vera þó ráðið sé fámennara en áður. Ráðið vill búa til veggspjöld um hatursorðræðu og setja upp í félagsmiðstöðvum. Stjórn styður það.

3. Húsnæðismál

Daníel flytur stjórn fréttir af húsnæðismálum. Samtökin hafa tekið herbergi í grenndinni á leigu fyrir ráðgjafastarfsemi. Lítið er í boði af álitlegu framtíðarhúsnæði fyrir starfsemi Samtakanna sem stendur. Stjórn ræðir.

4. Fjármál

Daníel flytur stjórn fréttir af skrifstofu og fjármálum. Fjármál Samtakanna eru á ágætis stað að mati framkvæmdastjóra. Búið er að gera samstarfssamning við Garðabæ. Stjórn fagnar því.

5. Önnur mál frá framkvæmdastjóra

Daníel vill skipa nefnd um ráðstefnu landssamtaka hinsegin fólks á Norðurlöndum á næsta ári, skipaða formanni og varaformanni stjórnar, framkvæmdastjóra og Tótlu. Stjórn samþykkir.
Daníel segir frá verkefni sem auglýsingastofan Brandenburg vill gefa Samtökunum um nýjan hinsegin orðaforða íslenskunnar. Stjórn ræðir og fagnar.

6. Önnur önnur mál

Stjórn ræðir nýlega frétt Vísis um kynhlutlausa skráningu landsmanna.
Þórhildur segir stjórn frá því að ERASMUS á Íslandi hvetji Samtökin til að sækja um styrki til verkefna sem tengjast hinsegin ungmennum. Hún lýsir eftir hugmyndum.

Fundi slitið: 17:50.