Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

11. Stjórnarfundur 2014

By 29. september, 2014apríl 29th, 2020No Comments

Fundurinn var haldinn á Kiki Queer Bar að Laugavegi 22 í Reykjavík og hann sátu Hilmar Magnússon formaður (HM), Svandís Anna Sigurðardóttir varaformaður (SAS), , Kamilla Einarsdóttir ritari (KE), Auður Magndís Auðarsdóttir (AMA) meðstjórnandi, Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir meðstjórnandi (AÞÓ), og Valgerður Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs (VJ). Fríða Agnarsdóttir
Forföll: Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson gjaldkeri (VIV) og Gunnar Helgi Guðjónsson meðstjórnandi (GHG)
Auk stjórnar sat fundinn, Árni Grétar Jóhannsson (ÁGJ) framkvæmdastjóri. Fríða Agnarsdóttir (FA)

Ár 2014, mánudaginn 29. september kl. 17.20 var haldinn fundur stjórnar Samtakanna ‘78.
Kamilla Einarsdóttir ritaði fundargerð

1. Dagskrá næstu þriggja mánaða – 29.9.2014 til 22.12.2014

dagsetning kl. viðburður/verkefni staður
2.10.14 Starfshópur um ætlleiðingar – fundur Óákveðið
7.10.14 12.00 Erindi formanns hjá Sagnfræðingafélagi Sagnfræðingafélagið
8.10.14 – 11.10.14 Ársþing ILGA Europe Riga, Lettland
18.10.2014 14.00 Haustfundur stjórnar og trúnaðarráðs Óákveðið
20.10.14 – 21.10.14 Fundur um „Networks Against Hate“ Madríd, Spáni
26.10. 14 Intersex Awareness Day Óákveðið
27.10.14 17.20 Stjórnarfundur Óákveðið
8.11.14 Intersex Remembrance Day-viðburður Óákveðið
10.11.14 17.20 Stjórnarfundur Óákveðið
13.11.14 Félagsfundur um fjárhagsáætlun o.fl. Óákveðið
20.11.14 Minningardagur transfólks Óákveðið
24.11.14 17.20 Stjórnarfundur Óákveðið
27.11.14 „No Hate“ ráðstefna Madríd, Spáni
1.12.14 Alþjóðlegi AIDS dagurinn Óákveðið
7.12.14 Jólabingó Samtakanna ’78 Óákveðið
8.12.14 17.20 Stjórnarfundur Óákveðið
13.12.14 20.00 Jólatónleikar Hinsegin kórsins Óákveðið
20.12.14 Jólaball Óákveðið

2. Forgangsmál

Almennt félagsstarf – Auður Magndís Auðardóttir tekur sæti í stjórn

Trúnað . Ábyrgð: HM – Lokið.

Almennt félagsstarf – Haustfundur stjórnar og trúnaðarráðs

Þriðjungur fer í að miðla upplýsingum frá ársþingi. Þriðjungur í dagskrá fram á vorið, stofna hópa og brainstorma. Þriðjungur í eitthvað verklegt, námskeið eða annað.
Það þarf að búa til viðburð. Bjóða fulltrúa frá Intersex Ísland.Við ætlum öll að brainstorma um hópefli og setja inn í hópinn okkar. Ábyrgð: HM og SAS – Í vinnslu.

Alþjóðamál – Ársþing ILGA Europe í Riga, Lettlandi 8. til 11. október 2014

SAS og HM fara fyrir okkar hönd. Kittý frá Intersex Ísland verður þarna líka. Það á eftir að borga og ganga frá skráningi.
XXXXX . Ábyrgð: ÁGJ, HM og SAS – Í vinnslu.

Alþjóðamál – Verkefnið „Networks against hate“ með FELGBT í Madríd

AÞÓ er byrjuð að huga að undirbúningi.
Ábyrgð: AÞÓ. – Í vinnslu.

Fjármál – Samningur við Reykjavíkurborg og fjárveitingar frá ríki

Málið er komið á borð Björns Blöndals. Það er verið að skipuleggja fund til að ganga frá nýjum samningi. VIV ætlar að vísitölutengja upphæðina. Það þarf að finna eintak af gamla samningnum.
VIV bendir á að það sé hægt að sækja um styrk bráðum hjá Landsbankanum. VIV og ÁGJ ætla að taka saman tíma og búa umsókn fyrir bókina.
ÁGJ ætlar að óska eftir fund með Eygló Harðardóttir.
XXXXX. Ábyrgð: ÁGJ – Í vinnslu.

Fjármál – Fjárhagsáætlun næsta árs og félagsfundur 13. nóvember

VIV er byrjaður að undirbúa vinnslu fjár
hagsáætlunarinnar.
Ábyrgð: VIV – Í vinnslu.

Húsnæðismál – Suðurgata 3 – staða framkvæmda og næstu skref

Sagtækni kom og stækkaði gatið. Það er búið að setja upp kósett. Smiðirnir eru á fullu.
Gjaldkeri hefur nokkar áhyggjur af þeim kostnaði sem hefur safnast nú þegar.
Það sem eftir að gera: t.d. gólfefni, renniveggur, taka niður glerhurðina.
Svo er það öll málningavinnan. VIV ætlar að setja fjárhagsáætlunina inn á drifið og þá er hægt að færa inn allan kostnað jafnóðum.
Ábyrgð: Allir – Í vinnslu.

Hælisleitendur og innflytjendur – Erindi frá Reykjavíkurborg vegna mótttöku flóttamanna

Það var hringt frá borginni og um það er verið að spá í aðkomu okkar varðandi fræðslu og/eða
ráðgjöf. Við erum jákvæð varðandi þetta samstarf. En formlegt erindi hefur enn ekki borist.
Hilmar ætlar að senda henni bréf.
Ábyrgð: HM.

3.Staða annarra mála frá síðasta fundi

Almennt félagsstarf – Félagsstarf, viðburðahópur og aðrir starfshópar/nefndir

Frestað þar til framkvæmdir við húsnæði eru yfirstaðnar. Sjá fundargerð 17.9.14. Ábyrgð: HM.

Almennt félagsstarf – Stefnumótun S78 og Samtakamáttur

Frestað þar til framkvæmdir við húsnæði eru yfirstaðnar. Sjá fundargerð 17.9.14. Ábyrgð: HM.

Almennt félagsstarf – Starfshópur um málefni tvíkynhneigðra

Frestað þar til framkvæmdir við húsnæði eru yfirstaðnar. Sjá fundargerð 17.9.14. Ábyrgð: HM.

Almennt félagsstarf – Mannréttindaviðurkenning Samtakanna ´78

Frestað þar til framkvæmdir við húsnæði eru yfirstaðnar. Sjá fundargerð 17.9.14. Ábyrgð: HM.

Alþjóðamál – Úgandaverkefni

Ásthildur verkefnisstjóri hefur verið aftur í sambandi við Norðmenn en nefndin á eftir að funda og fara yfir málin áður en hún gerir tillögu til stjórnar. Ábyrgð: AÞÓ, VIV, ÁGJ og HM. – Í vinnslu.

Alþjóðamál – Aðild að TGEU, GLISA og félagsgjöld ILGA Europe o.fl.

Félagsgjödl í ILGA Europe XXXXX. Ábyrgð VIV og ÁGJ – Í vinnslu.

Fjármál og fjáröflun – Fjármál ungliða

Staða mála er að það stendur til að taka til í þessum málum. VIV ætlar að funda með umsjónarmönnum hópsins. Þetta mál tengist umræðunni sem verður tekin við borgina í sambandi við frekari fjárstuðning. Ábyrgð: VIV. – Í vinnslu.

Fræðsla, ráðgjöf og rannsóknir – Fræðslubæklingur

Staðan er óbreytt frá síðasta fundi. Það hefur komið fram hugmynd um að bæta við kafla um fornöfn.
Ugla fer yfir þetta mál. Ábyrgð: SAS, USJ og ÁGJ. – Í vinnslu.

Fræðsla, ráðgjöf og rannsóknir – Lögreglubæklingur

Verið er að vinna í bæklingnum en boltinn er núna hjá lögreglu. Ábyrgð: SAS, USJ. – Í vinnslu.

Fræðsla, ráðgjöf og rannsóknir – Fræðsla um fötlun til ráðgjafa

SAS mun koma á fundi með Emblu og ráðgjöfum. Ábyrgð: SAS, USJ. – Í vinnslu.

Fræðsla, ráðgjöf og rannsóknir – Fræðslufundur í Ráðhúsi

Fyrir næsta fund þarf að fá upplýsingar frá Uglu. Ábyrgð: SAS, USJ. – Í vinnslu.

Hatursglæpir og hatursorðræða – skráning, tölfræði og birting

Stefnt að þvi að vinna að þessu í beinu framhaldi af lögreglubæklingi og nýta þekkingu úr Madrídarverkefni. Ábyrgð: HM, USJ. – Í vinnslu.

Lýðheilsa og íþróttir – Hinsegin jóga og fleira

Frestað þar til framkvæmdir við húsnæði eru yfirstaðnar. Sjá fundargerð 17.9.14. Ábyrgð: HM.

Lýðheilsa og íþróttir – Lýðheilsuhópur og verkefnisstjórn um HIV tékk

Frestað þar til framkvæmdir við húsnæði eru yfirstaðnar. Sjá fundargerð 17.9.14. Ábyrgð: HM.

Menning og viðburðir – Intersex Awareness Day og Intersex Remembrance Day

Fyrri dagurinn er 26.10. en sá síðari er 8.11. SAS hefur verið í sambandi við Kitty Anderson og er hún farin að huga að viðburði. Gert ráð fyrir viðburði þann 8.11.14.
Kittý er að undirbúa grein og viðburð og fræðslu til Háskólans. Ábyrgð: SAS – Í vinnslu.

Menning og viðburðir – Minningardagur transfólks

Dagurinn er 20.11. SAS hefur verið í sambandi við Uglu formann Trans Íslands og er hún farin að huga að viðburði. Gert ráð fyrir viðburði þann 20.11.14. Ábyrgð: SAS – Í vinnslu.

Menning og viðburðir – Iceland Queerwaves

Frestað til ársins 2015.. Sjá fundargerð 17.9.14. -Lokið.

Menning og viðburðir – Bi Visibility Day og formleg afhending bókasafns S78

Viðburðirnir tókust stórkostlega. og almenn ánægja með þá. Ábyrgð: HM og ÁGJ – Lokið.

Ráðstefnur, erindi, málþing o.fl. – Erindi formanns hjá Sagnfræðingafélagi Íslands

Málið er í vinnslu. Sjá fundargerð frá 17.9.14. Ábyrgð: HM – Í vinnslu.

Réttindabarátta og löggjöf – Starfshópur ráðherra um málefni hinsegin fólks

Starfsmaður hópsins fór í barneignarleyfi og síðan hefur engin fundur verið skipulagður. Ábyrgð: SAS – Í vinnslu.

Upplýsinga- og kynningarmál – Heimasíða og Facebook

HM hefur ýtt á eftir greinargerð frá Sigurði og á von á henni á næstunni. Sjá fundargerð 17.9.14. Ábyrgð: HM, KE og ÁGJ – Í vinnslu.

Upplýsinga- og kynningarmál – Stattu með!

ÁGJ, USJ og SAS funduðu með Baldvin Kára kvikmyndagerðarmanni á föstudag. Hugarflugsfundur. Baldvin vinnur hugmyndir áfram, reynir að komast með í jafningjafræðslu (markhópurinn er unglingar) og gerir drög að handriti. Árni ætlar að óska eftir framlenginu samningi við félagsmálaráðuneytið.Ábyrgð: ÁGJ og SAS – Í vinnslu.

4. Önnur mál

Gunnar spyr um Fjölskyldumálanefnd sem skipað var í síðasta haust hefur ekki starfað neitt. Formaður munum senda inn fyrirspurn um málið
Fleiri mál ekki tekin fyrir.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:56.

Leave a Reply