Skip to main content
FundargerðirStjórn

11. Stjórnarfundur 2015

By 9. september, 2015mars 27th, 2020No Comments

Fundinn sátu: Hilmar Hildar Magnúsarson formaður (HHM), Kitty Anderson meðstjórnandi (KA) via Skype, María Rut Kristinsdóttir varaformaður (MRK), Steina Dögg Vigfúsdóttir gjaldkeri (SDV), Júlía Margrét Einarsdóttir ritari (JME), Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir alþjóðafulltrúi (AÞÓ) og Sesselja María Mortensen (SMM) áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs. Forföll boðaði Matthew Deaves meðstjórnandi (MD).

Ár 2015, miðvikudaginn 9. september var haldinn fundur stjórnar Samtakanna ‘78 að Grundarstíg 12 í Reykjavík.
Júlía Margrét Einarsdóttir ritari ritaði fundargerð

1.Fundargerð síðasta fundar: Samþykkt og eftirfylgni

Fundargerð síðasta fundar samþykkt einróma.

2.Löggjöf og réttindabarátta: Tillögur til stjórnarskrárnefndar

Dagskrárlið frestað þar sem Kitty Anderson hefur ekki enn sameinast fundinum, hún er erlendis en hefur í hyggju að koma til fundar í gegnum Skype þegar hún getur.

3.Fræðsla og rannsóknir: Viðræður við Hafnarfjarðarbæ

Hafnarfjarðarbær hefur í hyggju að haga málum öðruvísi en Reykjavík með því að gera fræðsluna miðlæga. Samtökin hafa verið beðin um að gera tilboð í fræðslu fyrir kennara og tillögur að fyrirkomulagi. Lítillega rætt um ráðgjöf og greiningu á hvaðan skjólstæðingar koma.

Settur verður á fót hópur sem setur saman fræðslupakka fyrir Hafnarfjarðarbæ. Einnig er óskað eftir ráðgjöf frá S78. Búið er að setja upp skjal þessa efnis á vinnusvæði. Fræðslustarfið mun ekki hefjast fyrr en næsta vetur en fyrir þann tíma verður sett saman teymi af kynjafræðimenntuðum fræðurum sem getur farið í skóla, fyrirtæki o.s.frv. gegn þóknun fyrir hverja vinnustofu. Drög að samningstilboði hafa verið sett upp. Hafnafjarðarbær leggur upp með að S78 fræði kennara til að geta frætt nemendur. Rætt um verðskrá.

4.Fjármál og félagatal: Þóknun til sjálfboðaliða og ráðgjafa

Rætt um þóknanir til sjálfboðaliða og ráðgjafa. Samþykkt að koma á lágum þóknunum til jafningjafræðara og ungliðasjálfboðaliða og hækka þóknun til ráðgjafa. Markmiðið er að þakka vel unnin störf og að sjálfboðaliðar/starfsfólk finni að félagið meti störf þeirra mikils, þótt með táknrænum hætti sé. Líta má á þessa aðgerð sem hvatningu og umbun ‐ með það að markmiði að efla starfið og það fólk sem sinnir því. Verði kynnt öllum samtímis á Aðaltorgi á Facebook. Auður bendir á að það eru margar ráðgjafabeiðnir að koma inn þessa dagana, ein til tvær á dag svo það er brýnt að fá fólk til að sinna ráðgjöfinni.

5.Skrifstofu‐ og starfsmannamál. Símamál, prókúra o.fl.

Ekki verður skrifað undir skjölin strax þar sem blöðin urðu eftir á Suðurgötunni en það verður gert á allra næstu dögum. Framkvæmdastýra er enn ekki komin með síma en það er orðið brýnt þar sem hún tekur við mörgum símtölum daglega frá fólki sem vill komast í sambanc varðandi rágjöf og fleira. Brátt mun nýtt húsnæði opna og þá er von á að móttökurnar verði góðar og eftirspurn muni aukast enn meira.

Ráðningasamningur við framkvæmdastýru er mál sem verður klárað bráðlega. Hvað tölvumál varðar hefur verið ákveðið að taka tilboði frá Advania. Í kjölfarið verður einnig að fá tilboð frá símafyrirtæki og gera tilboð varðandi kjör á heildarpakka, þ.e. sími, internet o.s.frv.

6.Fræðsla og rannsóknir: Könnun Félagsvísindastofnunar ‐ hinsegin úrtak

Kitty Anderson mætti til fundar kl. 21.00 í gegnum Skype.
Í janúar barst stjórninni bréf varðandi framkvæmd á könnun frá Félagsvísindastofnun. Bréfið snýst um að reglulega er gerð stór könnun á Íslandi um lýðræðisþátttöku og upp kom sú hugmynd að sækja um styrk til að styrkja úrtakið með hinsegin fólki og fólki af erlendum uppruna til að kanna hvort þessir tveir hópar hefðu öðruvísi viðhorf heldur en hinn almenni íslendingur. Stofnunin fékk styrkinn og vill fá að senda könnunina á póstlista S78.

Stjórn telur rannsókn af þessu tagi jákvæða en að brýnt sé að framkvæmt verði þannig að ekki stangist á við persónuvernd.

7.Aðildarumsókn BDSM á Íslandi

Umsókn BDSM á Íslandi að Samtökunum ‘78 barst í vikunni. Umsókn hefur áður borist frá félaginu en verið dregin til baka. Umsóknin verður samkvæmt lögum tekin fyrir á aðalfundi. Stjórn væntir þess að skiptar skoðanir verði um málið og telur brýnt að hefja strax umræður um umsóknina. Hluti stjórnar hefur áður hitt fulltrúa BDSM félagsin, en stjórnir félaganna hittust fyrr á árinu á upplýsingafundi og var niðurstaða þess fundar að stefna að kynningu. Samþykkt að málið verði kynnt á félagsfundi og afstaða félagsfólks könnuð. Fyrsta skref verður að fá fund með BDSM félaginu. Samþykkt að bjóða stjórn BDSM á stjórnarfund 23. september næstkomandi.

Steina Dögg Vigfúsdóttir gjaldkeri yfirgefur fundinn.

8.Önnur mál

Networks against hate, lokafundur í Madrid:
Í þessum mánuði verður haldinn fundur í Madrid þar sem óskað hefur verið eftir fulltrúa frá S78. Samþykkt að Sesselja mæti f.h. félagsins.

Ársþing ILGA Europe

Hilmar hefur sótt um þátttöku en ekki fengið styrk svo óljóst er hvort hann muni taka þátt. Kitty verður á ráðstefnunni fyrir hönd OII‐Europe og Intersex Ísland.

Endurskoðun stjórnarskrár:

KA fór á fund til Niels Muzniek og Lauri Sivonen frá Mannréttindaráði evrópuráðsins með OII‐Europe. Samtökin geta leitað til þeirra eftir álitum til að styrkja starf sitt, sérstaklega þegar kemur að lagaumhverfi, t.d. stjórnarskrá. Fylgjast þarf vel með tímalínum í svona málum til þess að koma skilaboðum út nógu tímanlega til þess að mannréttindaráðið geti sent álit heim.

‘Samviskufrelsi’ presta:

Andrés Ingi þingmaður VG lagði fyrirspurn fyrir þingið nýlega varðandi svokallað samviskufrelsi presta. Svar hefur ekki borist enn.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 21.38

Leave a Reply