Fundinn sátu: María Helga Guðmundsdóttir, formaður – MHG. Unnsteinn Jóhannesson varaformaður. Benedikt Traustason, gjaldkeri – BT. Með fjarfundarbúnaði voru Guðmunda Smári Veigarsson, meðstjórnandi og og Kitty Anderson alþjóðafulltrúi.
Forföll boðuðu: Álfur Birkir Bjarnason, meðstjórnandi – ÁBB, Júlía Margrét Einarsdóttir, ritari – JME. Sigríður Valdimarsdóttir – SV, áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs.
Þann 22. nóvember 2016 var haldinn fundur í húsnæði Samtakanna Suðurgötu 3 klukkan 8:07.
Fundargerð ritaði Benedikt Traustason
Fundur settur 8:07
1. Ráðning framkvæmdastýris
Rætt var um hæfni umsækjenda og voru þær umræður færðar í trúnaðarbók. Samþykkt var að fela MHG umboð til þess að bjóða umsækjanda starfið.
2. Aðfangadagur á Suðurgötu 3
Guðmunda lagði til að á aðfangadagskvöld yrði haldið opið hús eða samkoma á Suðurgötu 3. Yrði hún hugsuð fyrir hinsegin fólk sem hefur ekki samastað um jólin eða þarf öruggara rými á þessum degi þar sem tekið yrði tillit til t.d. mismunandi kyns, trúar, kynhneigðar eða kyngervis. Boðið yrði upp á mat og mætti fólk koma með sínar veitingar. Yrði kvöldið áfgengislaust og viðburðurinn auglýstur á íslensku og ensku. Samþykkt var að leggja drög að skipulagi fyrir daginn.
3. Málefni hælisleitenda
Rædd voru málefni hælisleitenda. Umræður voru færðar í trúnaðarbók.
Fundi slitið kl. 8:40