Skip to main content
FundargerðirStjórn

11. Stjórnarfundur 2016

By 31. maí, 2016mars 17th, 2020No Comments

Fundinn sátu: Ásthildur Gunnarsdóttir, Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, Kitty Anderson, Júlía Margrét Einarsdóttir, Unnsteinn Jóhannsson og Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir.
Einnig sátu fundinn María Helga Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs og Auður Magndís Auðardóttir framkvæmdastýra.
Forföll boðaði Kitty Anderson.

Ár 2016, þriðjudaginn 31.5.2016 var haldinn fundur stjórnar Samtakanna ‘78 í húsnæði samtakanna að Suðurgötu 3 í Reykjavík.
Fundargerð ritaði: Júlía Margrét Einarsdóttir

Fundur settur 11:58

1.Boð til fólks á undirskriftalista um samtalsfund

Ákveðið hefur verið að skrifa upp tölvupóst sem sent verður á þá 140 sem skrifuðu undir undirskriftalistann sem skorað var á stjórn að halda annan aðalfund og víkja. Auður hefur nú þegar fundið tölvupóstföng flestra. Innihald póstsins verður að boðun á fund með stjórn sem kemur til með að bera yfirskriftina “Opinn samtalsfundur”. Á sama tíma og við sendum þennan póst má senda á Velunnara að við séum að fara að halda þennan fund og við séum tilbúin að setjast niður með þeim í kjölfarið. Unnsteinn, María Helga og Ugla munu sjá um helstu skipulagningu.

2.Ungliðastarf ­ upphaf samstarfs við Kamp

Auður skrifaði í gær formlega undir samninginn við Kamp svo nú fer faglegt starf með ungliðum opinberlega í gang. Ungliðahópnum var veittur styrkur um 700.000 og Hrefna, starfsmaður Kamps, mun finna út úr því hvernig best sé að verja þeim tíma sem það fjármagn kaupir.

Velferðarráðuneytinu hefur verið sent erindi og fundarbeiðni og beiðni um þjónustusamning. Auður gerði fjárhagsáætlun en hefur fengið það svar að málið sé í skoðun.

3.Ráðgjöf ­ leitað eftir stuðningi heilbrigðisráðuneytis

Auður hefur gert uppkast að bréfi til heilbrigðisráðuneytisins varðandi ráðgjöfina. Barna­ og unglingageðdeild er að vísa mörgum á okkur svo það veitir ekki af því að fá fjármagn frá því opinbera. Í bréfinu var tekið fram hversu mikið ráðgjöfin hefur aukist, hversu miklu við værum að eyða í og hversu mikið fjármagn við þurfum. Þetta verður sent út í vikunni og einnig mun Auður ýta á eftir beiðni til velferðarráðuneytisins.

4.Skil gagna til Borgarskjalasafns

Okkur hefur verið bent á að að engin gögn hafa borist Borgarskjalasafni frá Samtökunum síðan 2012 en við eigum að skila öllum fundargerðum, ársskýrslum, ársreikningum, fréttabréfum o.s.frv. Auður mun reyna að gera eitthvað af því fyrir sumarfrí. Nú er komin inn í google cal árleg árminning um aðtaka saman þessi gögn fyrir undanfarið ár. Þorvaldur Kristinsson hefur verið að fara með gögn síðustu ár á safnið og hann gerði úrklippusöfnin sem fundust í kjallaranum svo að gáfulegt væri að heyra í honum varðandi næstu skref.

5.Partý fyrir sjálfboðaliða

Gaman væri að halda matarboð og partý fyrir sjálfboðaliða eins og gert var í fyrra. Fínt væri að miða við þá sjálfboðaliða sem hafa unnið í um 8­10 tíma.

6.Kjallarahreingerning / opið hús

9. júní verður haldin tiltekt og opið hús með grilli. Áætlað er að það hefjist um sexleytið.

Fundi slitið 12:43

Leave a Reply