Skip to main content
FundargerðirStjórn

11. Stjórnarfundur 2019

By 27. nóvember, 2019apríl 29th, 2020No Comments

Mætt: Þorbjörg, Rúnar, Daníel, Tótla, Bjarndís, Edda, Rósanna, Unnsteinn, Sigurður Júlíus, Sólveig Rós
Ritari: Unnsteinn og Bjarndís

Fundur settur: 18:05

1. Samþykkt síðustu fundargerðar

Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

2. Fjáröflunarnefnd

Fjáröflunarnefnd hefur nú prófað að hringja út sem sjálfboðaliðar. Lagt er til að framkvæmdastjóri fari í samningaviðræður við Takk (fyrirtæki sem vinnur við að hringja út) eftir áramót. Stjórn ræðir málin og samþykkir það.

3. Sjálfboðaliðakvöldverður o.fl.

Rætt að halda sjálfboðaliðakvöldverð þann 18.janúar og stefnt að því að poppa uppá þennan viðburð, Sjúlli og Edda fljót að bjóða sig fram í að aðstoða starfsfólk við viðburðinn. Rætt um tilhögun, hvaða sjálfboðaliðum ætti að bjóða og hvaða viðmið eigi að liggja undir.

4. Aðgengi að viðburðum

Rætt um hvaða aðgengisviðmið ættu að vera á viðburðum á vegum Samtakanna ´78
Eftir að framkvæmdastjóri hefur skannað fundargerðir frá Aðalfundum og stjórnarfundum síðustu ára kemur í ljós að það er stjórnar hverju sinni að ákveða viðmiðin.
Lagt er til að lögð séu drög að aðgengisstefnu og að út frá henni séu viðmið og tékklistar settir upp.

5. Tillaga frá félagsmanni (aðild að ÖBÍ)

Félagi í Samtökunum ´78 lagði til að Samtökin myndu sækja um sem aðildarfélag að ÖBÍ. Stjórn felur formanni að leggja til við félagann að þetta erindi verði lagt fyrir aðalfund 2020.

6. Lagabreytinganefnd: Staðfesting og umræða

Marion hefur fundið tvo aðila með sér: Katrínu Oddsdóttur og Viðar Eggertsson. Ýmis atriði sem bæta má í lögunum voru rædd.

7. Kynskráning – fjöldi fyrirspurna

18 mánuðum eftir gildistöku nýrra laga um kynrænt sjálfræði þurfa stofnanir að vera með þriðja möguleika í kynskráningu. Fjöldi fyrirspurna hefur borist til fræðslustýru. Rætt um mögulegt samráð og viðburð eftir áramót.

8. Norrænn fundur

Norrænu félögin hittust á ILGA Europe. Dönsku samtökin vilja bjóða S78 og öðrum hinsegin félögum á Norðurlöndunum í heimsókn til sín í Danmörku. Mikilvægt að tengjast betur öðrum hinsegin samtökum á norðurlöndunum. Stjórn sýnir því mikinn áhuga.

9. Viðburðir

Kynheilsa PrEpp og HIV, viðburðurinn verðir haldinn í janúar/febrúar 2020
Viðburður um heimilisofbeldi
“Þinn réttur gagnvart lögunum”
Stuðningshóp fyrir aktivista “Hvað viljið þið?”
Kvöldverður sjálfboðaliða í janúar
Bleikþvottarviðburður
Lögreglan hefur áhuga á að funda með hinsegin samfélaginu
Bókaspjall og jólaglögg Samtakanna þann 12. desember
Jólabingó Samtakanna í Vinabæ
Tímasetningar ræddar.

10. Handtaka á Hinsegin dögum

Formaður upplýsir stjórn um stöðu mála vegna handtökunnar á Hinsegin dögum. Stjórn ræðir mikilvægi þess að finna leiðir til þess að ekkert þessu líkt komi aftur upp. Mikill vilji allra að eiga það samtal.

11. Þjóðkirkjan

Formaður og framkvæmdarstjóri funduðu með fulltrúum þjóðkirkjunnar eftir að grein frá þeim birtist í Fréttablaðinu. Formaður upplýsir stjórn um þann fund. Stjórn styður þá afstöðu formanns og framkvæmdarstjóra að umræðan um framkomu þjóðkirkjunnar í garð hinsegin fólks sé mikilvæg. Vilji er til að græða sárin en ekki er hægt að gera það án þess að allt komi upp á yfirborðið. Formaður og framkvæmdastjóri halda áfram að forma þá vinnu.

12. Fjármál, staða samninga

Framkvæmdastjóri deilir gleðifréttum með stjórn, en í dag voru samþykkt fjárlög næsta árs og munu Samtökin 78 fá 20.000.000.- á árinu 2020. Stjórn fagnar þessu ákaft enda mörg verkefni sem ríður á að komist í gang.
Samingar við ríki og borg eru enn í ferli.

13. Hælisleitendur

Framkvæmdastjóri fer yfir stöðu mála. Verið er að leita leiða til að þjónusta hælisleitendur á sem bestan máta.

14. Önnur mál

Kynrænt sjálfræði. Framkvæmdastjóri fer yfir stöðu mála, allt er á réttri leið.
Jólafögnuður S78. Stjórn og starfsfólk hittist og borðar saman fyrir jólin.
Starfsmannamál rædd.

Næsti stjórnarfundur, fimmtudaginn 9. janúar 2020

Leave a Reply