Skip to main content
FundargerðirStjórn

11. Stjórnarfundur 2021

By 10. desember, 2021janúar 3rd, 2022No Comments

Viðstödd eru: Þorbjörg, Þórhildur, Andrean, Agnes, Bjarndís, Daníel (framkv. stj.), og Sigga Ösp (áheyrnarfulltrúi)
Fundargerð ritar: Bjarndís Helga Tómasdóttir
Fundur settur: 17:10

1. Samþykkt fundargerðar

Fundargerð síðasta fundar hefur verið samþykkt á Slack.

2. Drög að fjárhagsáætlun

Framkvæmdastjóri kynnir drög að fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Gert er ráð fyrir því að skila afgangi á árinu 2022.

3. Takk – miðlun

Stjórn samþykkir að veita framkvæmdastjóra umboð til að skoða lánamöguleika til að fjármagna frekari söfnun með Takk – miðlun á árinu 2022.

4. Verkefni með BHM

Formaður kynnir minnisblað frá BHM varðandi samvinnuverkefni Samtakanna ’78 og BHM. Stjórn er spennt fyrir verkefninu sem hefst í janúar.

5. Starfshópur vegna aðgerðaráætlunar

Aðgerðaráætlun forsætisráðuneytisins í málefnum hinsegin fólks verður líklega kynnt við upphaf nýs árs. Stjórn vill kalla saman starfshóp Samtakanna ’78 á fund um leið og drög að aðgerðaráætluninni verða kynnt.

6. Hækkun á yfirdrætti

Framkvæmdastjóri kynnir, og sækist eftir samþykki stjórnar, á hækkun yfirdráttarheimildar hjá Landsbankanum. Stjórn samþykkir að framkvæmdastjóri geti leitað til bankans að hækka heimildina úr sex milljónum í tíu milljónir. Þessi yfirdráttur verður greiddur fyrir lok janúarmánaðar 2022.

7. Önnur mál

Varaformaður telur mikilvægt að Samtökin ’78 leiti til auglýsinga-og markaðsstofa til að hefja sýnileikaherferð. Samþykkt að formaður og framkvæmdastjóri kanni áhuga auglýsinga- og markaðsstofa á samvinnu við Samtökin ’78.
Ungmennaráð Samtakanna ‘78 hefur verið kynnt og skipað í félagsmiðstöðinni. Það tekur til starfa eftir jól.

8. Samþykkt fundargerðar

Ritari les upp fundargerð fundarins og ber upp til samþykktar. Stjórn samþykkir fundargerð.

Fundi slitið: 18:23