Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

11. Stjórnarfundur 2021

By 14. desember, 2020janúar 12th, 2021No Comments

Mætt: Þorbjörg, Daníel, Marion, Andrean, Agnes, Edda og Unnsteinn
Fundargerð ritar: Agnes

Fundur settur: 16:38

1. Hælismál

Framkvæmdarstjóri upplýsir um stöðu hælismála. Þung mál í gangi, vinna við þétta ferla komin í gang.

2. Fjárhagsáætlun 2021

Grunnfjármögnun tryggð. Von á smávægilegum breytingum.

3. Fundargerð síðasta fundar samþykkt

Stjórn samþykkir fundargerð samhljóða.

4. Trúnaðarmál

Fært í trúnaðarbók

5. Starfsmannamál

Í ljós tryggs fjármagns verður samið að nýju við starfsfólk skrifstofu.

6. Kynfræðslubók

Erindi frá Maríu Helgu Guðmundsdóttur. Stjórn tekur vel í erindið og vill gjarnan leggja útgáfunni lið með bæði mórölskum og opinberum stuðningi.

7. Önnur mál

a) Formaður er að vinna með formönnum Trans Íslands og Intersex Ísland að grein sem útskýrir frumvörpin sem eru nú til umræðu á Alþingi á jákvæðum nótum. Viðbrögð við öfgafullri umræðu.

Fundi slitið: 18:13