Skip to main content
FundargerðirStjórn

11. Stjórnarfundur 2024

By 27. ágúst, 2024september 24th, 2024No Comments

Viðstödd eru: Bjarndís, Hannes, Hrönn, Kristmundur, Sveinn, Vera, Guðrún (áheyrnarfulltrúi félagaráðs), Kári (framkvæmdastjóri).

Fundargerð ritar: Vera Illugadóttir

Fundur settur: 15:40.

1.WPATH

Ákveðið hefur verið að Kristmundur fari á árlega ráðstefnu WPATH með Siggu Birnu nú í haust, til að mæta þörf á þekkingu um málefni trans fólks innan Samtakanna. Stjórn er samþykk þessari tilhögun og fagnar henni. 

2.Reykjavíkurmaraþon

Hlaupahópur á vegum Samtakanna ’78 safnaði áheitum fyrir Píeta samtökin í Reykjavíkurmaraþoninu í ár og söfnuðust um 350 þúsund krónur. Einnig söfnuðu sjálfstæðir hlauparar um 80 þúsund krónum fyrir Samtökin ’78, stjórn fagnar því.

3.Fundur með biskupi Íslands

Bjarndís og Kári fóru á fund biskups, biskupsritara og samskiptastjóra Þjóðkirkjunnar. Bjarndís segir frá fundinum, sem gekk vel. Ákveðið hefur verið að halda verkefninu Ein saga, eitt skref áfram. Stjórn ræðir ýmis mál tengd Þjóðkirkjunni. Hannes stingur upp á að hafa hugarflugsfund á næstunni sérstaklega um samskipti við kirkjuna og mögulegt samstarf. Stjórn líst vel á það.

4.Félagsfundur að hausti

Stjórn ákveður að félagsfundur að hausti fari fram á laugardegi 12. október, eða þá 26. október. Bjarndís stingur upp á að tengja kynningu á fyrirhugaðri hönnunarsamkeppni um kynhlutlausar merkingar félagsfundi. Einnig mætti halda upp á að liðin eru fimm ár frá samþykki laga um kynrænt sjálfræði. Vel er tekið í báðar hugmyndir. Stjórn ræðir. 

5.Íþróttabæklingur

Engar athugasemdir um nýjan íþrótta- og tómstundabækling eru frá stjórn aðrar en almenn ánægja með þetta framtak.

6.Fréttir frá skrifstofu

Kári fer yfir stöðuna á skrifstofu, starfsfólk er að tínast til baka úr sumarfríi og stemning er góð.

7.Erindi frá EDY

Erindi barst frá félaga í EDY∞ (European Deaf Youth) með beiðni um styrk til að ferðast á ráðstefnu ILGA-Europe í ár. Samtökin hafa því miður ekki tök á að veita slíkan styrk, þó málefnið sé gott. Stjórn ræðir styrkjamál á víðari grundvelli.

8.Samstarf við Eistland

Kári var í heimsókn í Eistlandi á vegum Samtakanna ’78 og tók þátt í Pride í Tartu. Eistar hafa í kjölfarið óskað eftir samstarfi við Samtökin um málefni ungs fólks og hafa að öllum líkindum tryggt sér styrk til að fjármagna það. Kári fór yfir þessi áform sem fælu í sér heimsókn Eista til Íslands, og öfugt. Stjórn fagnar.

9.Öldungadeild

Bjarndís og Sveinn funduðu með 60+ hópnum, eða svokallaðri öldungadeild. Sveinn segir frá. Hópurinn hefur hug á að verða formlegur hópur innan stjórnskipan Samtakanna og mögulega með áheyrnarfulltrúa í stjórn. Lagabreytingu þarf til þess, stjórn ræðir.

10.Samskipti stjórnar

Kári stingur upp á að stjórn og starfsfólk hætti notkun á samskiptamiðlinum Slack en haldi sig við Signal. Stjórn samþykkir. 

 

Önnur mál

  • Listasafn Íslands hafði samband við Svein. Úr því kviknaði sú hugmynd að Listasafnið haldi sýningu með verkum hinsegin listafólks í tilefni fimmtíu ára afmæli Samtakanna ’78. Stjórn líst mjög vel á.

 

  • Guðrún hefur tekið við stjórn bókaklúbbs Samtakanna af Mars. Bókaklúbburinn heldur ótrauður áfram. Stjórn lýsir mikilli ánægju með öflugan bókaklúbb.

Fundi slitið: 17:03.