Viðstödd eru: Bjarndís, Hannes, Hrönn, Jóhannes, Leifur, Sveinn, Vera, Sigga Ösp (áheyrnarfulltrúi félagaráðs), Kári (framkvæmdastjóri)
Fundargerð ritar: Vera Illugadóttir
Fundur settur: 15:35
1. Samþykkt fundargerðar síðasta fundar
Stjórn samþykkir fundargerð síðasta stjórnarfundar.
2. Barna- og ungmennastarf
Hrefna og Jóna frá Hinsegin félagsmiðstöð eru gestir fundarins. Þær segja frá barna- og ungmennastarfinu vítt og breytt og stöðunni á því undanfarið, og svara spurningum stjórnarliða. Stjórn þakkar Hrefnu og Jónu innilega fyrir heimsókn á fundinn og fyrir vel unnin störf í þágu hinsegin barna og ungmenna.
3. Stjórnar- og staffahelgi
Stjórnar- og staffahelgi er um næstu helgi. Kári segir frá dagskrá í stórum dráttum.
4. ILGA-Europe
Kári og Bjarndís fara á ráðstefnu ILGA-Europe í Vilníus í október. Þaðan fara þau til Helsinki á fund norrænna félaga. Kári segir frá.
5. Önnur mál
a. Sigríður Ösp segir frá hugmynd úr félagaráði. Ráðið vill heyra í hagsmunafélögum Samtakanna og ræða hlutverk þeirra og sýn. Ráðið tæki svo saman niðurstöður og kynnti til stjórnar. Stjórn fagnar frumkvæði félagaráðs. Framkvæmdastjóri tekur málið áfram.
b. Út er komin bókin Hinsegin saga, þemahefti um sögu hinsegin fólks á Íslandi fyrir samfélagsfræði í grunnskóla. Þetta er með fyrstu yfirlitum um íslenska hinsegin sögu sem kemur út. Stjórn fagnar þessu.
Fundi slitið: 16:31.