Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

12. Stjórnarfundur 2019

By 11. janúar, 2019apríl 29th, 2020No Comments

Mætt: Unnsteinn Jóhannsson (varaformaður), Þorbjörg Þorvaldsdóttir (ritari), Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir (alþjóðafulltrúi), Sigurður Júlíus Guðmundsson (gjaldkeri), Marion Lerner (meðstjórnandi)

Fundargerð ritar: Þorbjörg
Fundur settur: 16:12

1. Formannsembætti

Gestur fundar: Svanfríður Anna Lárusdóttir (fyrrverandi formaður S78)

Tillaga Maríu Helgu frá aðalfundi 2018 um að e.t.v. væri eðlilegt að formaður fái greidda þóknun fyrir störf sín rædd. Svana segir frá því hvernig málin standa hjá Landsbjörgu þar sem umræða hefur verið tekin um sambærilegt efni á síðustu árum.

Stjórn falið að fara yfir lögin og kanna hvort eitthvað standi í vegi fyrir þessu. Lendingin er að María Helga leggi fram tillögu ef hún kýs.

Svana leggur til við stjórn að Samtökin ‘78 setji á fót fjáröflunarnefnd.

Svanfríður Anna víkur af fundi.

2. Fundargerð 11. fundar samþykkt

Þorbjörg les fundargerð 11. fundar. Stjórn samþykkir fundargerðina með smávægilegum breytingum.

3. Norðurlandafundur 4.-9. febrúar

Unnsteinn segir frá viðleitni Samtakanna ‘78 til þess að koma á samstarfi félaga hinsegin fólks á Norðurlöndunum. Ákveðið hefur verið að halda Norðurlandafund 4.-9. febrúar. Komin með vilyrði frá Norræna húsinu og mögulega íbúð fyrir gesti á þeirra vegum. Staðfest að Danir og Norðmenn taki þátt.

4. Fundur stjórnar og trúnaðarráðs

Unnsteinn leggur til að fundi stjórnar og trúnaðarráðs verði skeytt saman við sjálfboðaliðakvöldverð. Stjórn ræddi þessa tillögu og ákvað að hafa fundinn og kvöldverðinn í sitt hvoru lagi.

Ákveðið að leggja til 20., 21. og 22. janúar fyrir fund stjórnar og trúnaðarráðs og setja upp könnun innan hópsins til þess að kanna hvenær fólk kemst. Unnsteinn tekur að sér að setja hana upp.

5. Sjálfboðaliðakvöldverður

Stjórn ákveður að hann verði 23. febrúar. Sigurður Júlíus tekur skipulagningu að sér ásamt starfsfólki.

6. Aðalfundur, dagsetning og umfang

Umræður um dagsetningu og umfang aðalfundar. Rætt um möguleikann á því að hafa t.d. tvö 20 mín erindi fyrir aðalfundinn og partí sömu helgi. Jafnframt ræddar hugmyndir um barnvænan bröns. Þorbjörg og Unnsteinn verði starfsfólki og formanni innan handar við skipulagningu.

7. Önnur mál

Unnsteinn segir frá fundi hans, Daníels og Sigurðar Júlíusar með fulltrúa Blóðbankaráðs. Góður gagnlegur fundur og jákvætt viðmót. Blóðbankaráð fundar aftur 16. janúar og á að hafa samband við okkur eftir það.
Samþykkt að færa viðskipti Samtakanna ‘78 til Landsbankans, að tillögu gjaldkera.

Fundi slitið: 17:35

Leave a Reply