Skip to main content
FundargerðirStjórn

12. Stjórnarfundur 2021

By 11. janúar, 2021febrúar 24th, 2021No Comments

Mætt: Þorbjörg, Daníel (framkv. stj.), Agnes (áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs), Bjarndís, Rósanna, Unnsteinn, Marion og Andrean

Ritari: Bjarndís Tómasdóttir

Fundur settur: 16.40

1. Samþykkt síðustu fundargerðar

Stjórn samþykkir síðustu fundargerð.

2. Blóðgjafir MSM

Framkvæmdastjóri deilir niðurstöðum með stjórn. Stjórn samþykkir að skoða niðurstöður og ræða þær á næsta stjórnarfundi. Fyrir aðalfund í mars verður einhver stefna komin í þessum málaflokki.

3. Starfsmannamál og ráðning

Auglýst hefur verið eftir kynningar- og viðburðarstýri. Formaður hvetur stjórn til að deila auglýsingunni. Sólveig Rós hefur snúið til baka úr fæðingarorlofi og tekið við því starfi þar til ráðið hefur verið nýr starfsmaður

4. Trúnaðarráð

Varaformaður og framkvæmdastjóri stóðu fyrir könnun meðal núverandi og fyrrum meðlimi trúnaðarráðs. Formaður og varaformaður munu funda að viku liðinni. Eftir það verður vonandi hægt að bera upp tillögur að breytingum á trúnaðarráðsfyrirkomulagi fyrir stjórn.

5. Fjárhagsáætlun 2021

Framkvæmdastjóri fer yfir fjárhagsáætlun 2021. Nokkrar breytingar hafa orðið og munu framkvæmdastjóri og gjaldkeri fara betur yfir þau mál. Stjórn fagnar stöðu fjármála og er heilluð af starfi gjaldkera.

6. Félagsgjöld 2021

Framkvæmdastjóri fer yfir félagsgjöld síðasta árs og leitar álits stjórnar á þeim gjöldum fyrir árið 2021. Stjórn veltir ýmsum möguleikum fyrir sér. Ákveðið hefur verið að bregðast við stöðunni með breytingum á félagsgjöldum fyrir árið 2021 með því að búa til þrjá greiðsluflokka, hærra gjald, lægra gjald og undanþágugjald sem er talsvert lægra.

Þá er rætt um hönnun á skírteinum sem verði í anda háskólakortsins þar sem meðlimir fá nýja límmiða árlega. Einnig um að athuga með fleiri afsláttarkjör.

7. Aðalfundur 7. mars

Formaður ræðir það sem þarf að klára fyrir aðalfund, t.a.m. stefnu S78 sem stjórn hefur unnið að undanfarið ár. Stefnan er nánast fullunnin og verður hægt að vinna markvisst eftir henni von bráðar.

Það vantar einstakling í lagabreytinganefnd. Jódís Skúladóttir hefur boðið sig fram en það vantar fleiri. Stjórn leggur höfuðið í bleyti.

Rætt er hvaða stjórnarmeðlimir hyggjast bjóða sig til endurkjörs.

Gert er ráð fyrir rafrænum aðalfundi en Norræna húsið er bókað og vonandi verður hægt að hittast þar. Skoða þarf kosningakerfi og ganga úr skugga um að það virki eins og það á að gera.

Stjórn ræðir möguleika á dagskrá í kringum fundinn þrátt fyrir samkomutakmarkanir. Framkvæmdastjóri óskar eftir hugmyndum frá stjórn. Skrifstofa er komin af stað í gerð ársskýrslu og óskar eftir innleggjum frá stjórn.

8. Önnur mál

Formaður ræðir hvort S78 geti aðstoðað trans fólk fjárhagslega til þess að greiða fyrir breytingu á kynskráningu. Ugla Stefanía hefur stungið upp á að kanna fyrst þörfina á slíkri aðstoð. Stjórn tekur vel í að aðstoða á þann hátt sem þurfa þykir eftir þá könnun. Formaður og framkvæmdastjóri hafa fullt traust stjórnar til þess að finna góða leið til að styðja Trans Ísland.

Starfsmenn S78 hafa enn aðsetur í rými Pink Iceland á Hverfisgötu. Vinna gengur hægt.

Fundi slitið: 18:02