Viðstödd eru: Agnes, Álfur, Mars, Óli Alex, Vera, Þórhildur, Daníel (framkv.stj.)
Fundargerð ritar: Vera Illugadóttir
Fundur settur: 17:09.
1. Samþykkt síðustu fundargerðar
Fundargerð síðasta stjórnarfundar hefur verið samþykkt á Slack-rás stjórnar.
2. Trúnaðarmál
Stjórn ræðir trúnaðarmál.
3. Kynning á framvindu stefnu stjórnar
Daníel kynnir stjórn framvindu stefnumála sem stjórn mótaði á fundi í mars. Flest af þeim málum sem stjórn vildi leggja áherslu á á þessu starfsári og næstu árum eru í ferli eða skoðun.
4. Fréttir frá skrifstofu
Daníel flytur stjórn fréttir af skrifstofu. Það er sem fyrr mikið að gera en skrifstofan gengur sem vel smurð vél. Verið er að semja við fleiri sveitarfélög og þörf á fleiri fræðurum til starfa. Stjórn ræðir.
5. Kynning á styrkjum
Daníel segir frá styrkjum sem Samtökin hafa fengið nýlega frá hinu opinbera: fimm milljónir frá mennta- og barnamálaráðuneyti til ýmissa verkefna og fjórar milljónir frá forsætisráðuneytisins til ungmennastarfs.
6. Önnur mál með Daníel
Staðan á Regnbogavinum og vinnu með Takk miðlun. Samstarfið gengur mjög vel. Markmiði ársins, að ná þúsund Regnbogavinum, hefur verið náð. Stefnt er á aukningu á næsta ári. Stjórn fagnar.
Viðburðir á næstunni. Daníel fer yfir viðburði með stjórn á næstunni.
Framkvæmdastjóri víkur af fundi.
7. Jólagjafir starfsfólks
Stjórn ræðir jólagjafir til starfsfólks skrifstofu, ráðgjafa og fræðara, upphæð og hugmyndir. Frekari ákvarðanataka mun fara fram á Slack.
Fundi slitið: 18:21.