Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

12. Stjórnarfundur 2022

By 7. janúar, 2022mars 8th, 2022No Comments

Mætt: Þorbjörg, Agnes, Sigríður Ösp, Þórhildur, Daníel (framkvæmdarstjóri).
Fundargerð ritar: Þórhildur

Fundur settur 16:15

1. Aðalfundur og boðun aðalfundar

Aðalfundur verður 6. mars 2022.
Daníel verður í samskiptum við kjörnefnd sem ætlar að vera mjög virk og dugleg að auglýsa eftir framboðum. Fundarboð aðalfundar fer út á allra næstu dögum, fresturinn er 15. janúar.
Stefnum á að aðalfundur og aðalfundar helgin verði vegleg með viðburðum og einsskonar ‘landsfundur hinsegin fólks’. Endanleg ákvörðun um útfærslu verður tekin í allra síðasta lagi 31. janúar með tilliti til faraldurs.

2. Nýjir ráðningarsamningar starfsfólks

Daníel hefur uppfært ráðningarsamninga og starfslýsingu hjá öllu starfsfólki ásamt því að hækka laun hjá öllu starfsfólki
Bergrún hækkuð í 100% starfshlutfall sem skrifstofustýra

3. Auglýsingar

Þorbjörg og Sigurgeir hittu fulltrúa frá Brandenburg auglýsingaskrifstofu og fengu tilboð í auglýsingaherferð. Ákveðið að geyma þetta fram á næsta fund a.m.k.

Samnorræn ráðstefna í Osló

Maí 2022, ekki komin lokadagsetning. Samtökin ‘78 fá 12 pláss á ráðstefnuna og er allt greitt. Tökum saman hugmyndir að fólki sem gæti farið

Fundi slitið 16:47