Viðstödd eru: Bjarndís, Hannes, Hrönn, Kristmundur, Sveinn, Vera, Kári (framkvæmdastjóri)
Fundargerð ritar: Vera Illugadóttir
Fundur settur: 15:34.
1.Erindi frá HIV Ísland
HIV Ísland hefur áhuga á að vera með málþing um kynheilbrigði í samstarfi við Samtökin. Stjórn líst vel á það og samþykkir að hafa aðkomu að málinu. Sveinn er tengiliður fyrir hönd stjórnar.
2.Kynningardagur S78 og Stígamóta
Kári og Bjarndís heimsóttu Stígamót. Upp kom hugmynd að halda kynningardag þar sem samtökin geta kynnt sér starfsemi hvorra annarra. Stjórn samþykkir það.
3.Verkefni skrifstofu fram að áramótum
Kári kynnir verkefni starfsfólks skrifstofu fram að áramótum. Stjórn ræðir ýmis mál tengd þeim verkefnum.
4.Félagsfundur
Félagsfundur verður 26. október. Stjórn ræðir hugmynir að dagskrá í kringum fundinn.
5.Samningur við Kópavogsbæ
Kópavogsbær hefur komið að máli við Samtökin um samstarfssamning. Stjórn gleðst.
6.Fundur með félags- og vinnumálaráðherra
Kári og Bjarndís funduðu með félags- og vinnumálaráðherra. Kári segir frá fundinum. Rætt var um fjármál, fræðslu, Regnbogakortið og fleira. Í framhaldi af því ræðir stjórn vítt og breytt um fræðslumál.
7.Fitting In
Sveinn segir frá erindi sem honum barst frá Davíð Samúelssyni um verkefni sem hann vinnur að, Fitting In. Stjórn ræðir. Málið fer til skrifstofu.
Önnur mál
- 60+-hópurinn hefur enn ekki tekið formlega umræðu um að fá áheyrnarfulltrúa í stjórn.
- Kvikmyndasafn fyrirhugar sýningar á hinsegintengdum kvikmyndum. Stjórn ræðir mögulega aðkomu að því.
Fundi slitið: 16:53.