Skip to main content
FundargerðirStjórn

12. Stjórnarfundur 2024

By 25. janúar, 2024mars 7th, 2024No Comments

Mætt eru í Regnbogasalinn á Suðurgötu 3: Mars, Þórhildur, Álfur Bjarndís, Hrönn, Kristmundur, Jóhannes og Vera.

Fundarstjóri er Álfur Birkir
Fundarritari er Kristmundur Pétursson

Fundur settur 16:20

1. Vinnufundur (dagskrá)

Stjórn og skrifstofustýri ræddu dagskrá vinnufundar sem fara mun fram laugardaginn 27. jan næstkomandi. Þar voru t.a.m. rædd, stefna og markmið Samtakanna, verkefni skrifstofu sem stjórn getur tekið að sér, vinna úr stefnumótunarferlið stjórnar, samtal um verkefnin sem eru í gangi.

2. Starfsmannamál

Daníel framkvæmdastjóri sagði frá stöðu á gangi mála í ráðningu fræðslustýris og verkefnastýris. Verið er að taka viðtöl og tilkynnt verður um þetta nýja starfsfólk innan fárra vikna.

3. Aðalfundur og landsþing

Stjórn ræddi möguleg þemu landsþings og viðburði.

4. Heiðursmerkið

Þá ræddi stjórn um hver skyldi hljóta Heiðursmerki Samtakanna 78. Stjórn komst að niðurstöðu. Formanni og varaformanni falið að annast veitingu merkisins.

5. Fjölmiðlar, stefna og höfundar efnis

Stjórn ræddi að skerpa mætti á fjölmiðlastefnu Samtakanna.

6. Önnur mál

Staðfesting á að taka þátt í yfirlýsingu félagasamtaka vegna Gasa
Stjórn samþykkir einróma að taka þátt í yfirlýsingu félagasamtaka vegna Gasa.

Mars ber upp hugmynd um að sækja styrk til að koma öllu fræðsluefninu okkar á aðgengilegt form, t.d. sem hljóðupptökur. Stjórn samþykkti að sótt verði um í Þróunarsjóð námsgagna til að samræma fræðsluefni og gera aðgengilegt. Mars mun annast umsókn í samstarfi við framkvæmdastjóra.

Þórhildur tilkynnir að hún hyggist hætta í stjórn

Hrönn segir stjórn frá ráðstefnu RIG “eru íþróttir fyrir öll?” þar sem aðgengi að íþróttum var rætt, klefamál, reglugerðir ofl.

Fundi slitið 17:25