FundargerðirStjórn

12. stjórnarfundur 2025

By 14. október, 2025nóvember 5th, 2025No Comments

Viðstödd eru: Bjarndís, Hannes, Jóhannes, Leifur, Sveinn, Vera, Sigríður Ösp (áheyrnarfulltrúi félagaráðs), Kári (framkvæmdastjóri)
Fundargerð ritar: Vera Illugadóttir
Fundur settur: 15:36

1. Samþykkt fundargerðar síðasta fundar
Stjórn samþykkir fundargerð síðasta stjórnarfundar.

2. Aðgerðaáætlun gegn áreitni og ofbeldi
Kári kynnir stjórn uppfærða aðgerðaáætlun gegn áreitni, einelti og ofbeldi sem fagráð Samtakanna hefur sett saman. Stjórn fer yfir áætlunina og ræðir. Áætlunin verður tekin fyrir til formlegrar samþykktar á næsta stjórnarfundi að öllu óbreyttu.

3. Samskiptaáætlun fyrir veturinn
Kári kynnir stjórn drög að samskiptaáætlun fyrir komandi vetur. Stjórn ræðir og gerir góðan róm að áætluninni.

4. Starfsmannamál
Kári fer yfir málefni starfsfólks á skrifstofu.

5. Húsnæðismál
Bjarndís leggur fram tillögu fyrir stjórn um að ráðast í breytingar ​​á húsnæði Samtakanna á Suðurgötu, með það að markmiði að gera rýmið betur til þess fallið að gegna hlutverki félagsheimilis hinsegin fólks. Stjórn ræðir tillöguna og möguleika á notkun húsnæðisins. Er tillagan svo samþykkt einróma. Næsta skref er að kostnaðaráætlun verkefnisins verður lögð fyrir stjórn.

6. Hinsegin vottun
Bjarndís og Kristín Whitehead munu vinna að hinsegin vottun fyrir BSRB og aðildarfélög þess. Bjarndís og Kári segja frá þessu.

7. Stefnumótun
Kári fer yfir stöðuna á stefnumótunarvinnu Samtakanna. Hún stendur yfir. Opinn fundur um stefnumótunina verður fyrir næsta félagfund.

8. Félagsfundur
Kári og Bjarndís fara yfir undirbúning fyrir félagsfundar og stjórn ræðir dagskrá fundarins.

9. Önnur mál
Bjarndís hvetur viðstadda til að fjölmenna á jólatónleika Hinsegin kórsins.

Fundi slitið: 16:28.