Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

13. Stjórnarfundur 2015

By 7. október, 2015mars 27th, 2020No Comments

Fundinn sátu: Hilmar Hildar Magnúsarson formaður (HHM), Kitty Anderson meðstjórnandi (KA), María Rut Kristinsdóttir varaformaður (MRK), Júlía Margrét Einarsdóttir ritari (JME) og Sesselja María Mortensen (SMM) áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs.
Einnig sat fundinn Auður Magndís Auðardóttir framkvæmdastýra.
Forföll: Matthew Deaves meðstjórnandi (MD) og Steina Dögg Vigfúsdóttir gjaldkeri (SDV).
Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir alþjóðafulltrúi (AÞÓ) hefur beðist lausnar úr stjórn og ekki viðstödd fundinn.

Ár 2015, miðvikudaginn 7. október kl. 20.00 var haldinn fundur stjórnar Samtakanna ‘78 að Sólvallagötu 70 í Reykjavík.
Júlía Margrét Einarsdóttir ritari ritaði fundargerð

1.Fundargerð síðasta fundar: Samþykkt og eftirfylgni

Fundargerð síðasta verður samþykkt á næsta fundi.

2.Húsnæðismál/Viðburðir og menning: Leiga, nýting og opnun á S3

Þegar hafa borist beiðnir um leigu á salnum og von er á meiri eftirspurn en á Laugavegi. Rætt um verðskrá og hvort hafa eigi sérverð fyrir félagsfólk. Lagt til að félagsfólk greiði kr. 30.000 en utanfélagsfólk kr. 60‐70.000. Rætt um stefnu og reglur um útleigu. Leigutakar séu a.m.k. 20 ára og geri lágmarks hreingerningu. Útbúið verði samningsform fyrir leigutaka, þar sem viðkomandi samþykkir að ganga vel um húsnæðið og skila því vel af sér. AMA setur upp skjal með drögum að reglum. Tryggja þarf húsnæðið og setja upp vaktkerfi.

AMA spyr um opnunartíma húsnæðis. Rætt um að hafa almennt opið mánudaga til föstudaga frá kl. 13.00 til 16.00 ‐ en loka ef framkvæmdastýra þurfi að bregða sér frá vegna annarra starfa og ekki fæst afleysing.

3.Upplýsinga‐ og kynningarmál: Skráningarform á vefsíðu

Töluvert hefur verið spurt um möguleikann á því að geta skráð sig í félagið í gegnum skráningarform á vefsvæði. Stjórn er sammála um nauðsyn þess að hafa slíkt skráningarform. Samþykkt að setja slíkt upp. AMA fylgi eftir.

4.Fjármál og félagatal: Fjármál ungliðahóps

Gjaldkeri er fjarverandi. Málinu frestað til næsta fundar.

5.Ráðgjöf: Þjónusta lögfræðings við félagsfólk

Um er að ræða mögulega viðbót við ráðgjöf til félagsfólks sem fælist í því að Erna Mathiesen hdl. byði félagsfólki ráðgjöf vegna lögfræðilegra álitaefna. Málið hefur verið rætt við Ernu og Björgu Valgeirsdóttur hdl. Þjónusta Ernu yrði félagsfólki að kostnaðarlausu og færi fram í sjálfboðavinnu. Ekki er um að ræða eiginlega lögfræðivinnu, heldur leiðbeiningar varðandi fyrstu skref. Hægt yrði að bóka tíma hjá Ernu með sama hætti og hjá öðrum ráðgjöfum. Þurfi frekari lögfræðivinnu er Björg tilbúin til að veita félagsfólki afslátt.

AMA hefur farið yfir ýmis mál með Ernu og frætt hana um hinsegin samfélagið. AMA kemur á fundi með öðrum ráðgjöfum til skrafs og ráðagerða og boða Ernu í framhaldinu á fund stjórnar. Eftir það mætti auglýsa þjónustuna. AMA fylgi eftir.

6.Almennt félagsstarf: Sameiginlegur fundur stjórnar og trúnaðarráðs

Rætt um sameiginlegan fund stjórnar og trúnaðarráðs sem haldinn verður á Suðurgötunni nk. laugardag. Yfirskriftin er “Stefnumál og starfsemi”. Rætt verður um málefni hælisleitenda og flóttafólks, húsnæðismál, hagsmunagæslu, ungliðamál o.fl. og fundurinn nýttur til að móta málefnavinnu, með það að markmiði að aðalfundur álykti í viðkomandi málaflokkum.

Rætt um að fundirnir séu góðir fyrir hópefli en að stundum vanti markvissa verkefnavinnu. Mögulega mætti skipta hópnum í nokkra minni, vera með hópstjóra o.s.frv. Rætt um fyrirkomulag þar sem unnið væri með mál í sex til níu flokkum og þeirri vinnu haldið áfram í vetur og skilað á aðalfundi. Stuðst verði við niðurstöður Samtakamáttarins frá 2013 sem dreift verði meðal félaga sem fyrst (á vefsvæði) svo þeir geti kynnt sér. MRK talar við hópinn sem tók að sér skipulagningu fyrir fundinn og upplýsir stjórn um stöðu undirbúnings. AMA sér um kaup á ritföngum og athugar með veitingar.

7.Réttindabarátta og löggjöf: Þjóðskrármál ‐ Beiðni um stuðning við málarekstur

Í gang er að fara málarekstur hinsegin pars á hendur Þjóðskrár vegna mismununar við foreldraskráningu. Mögulega fordæmismál. Málið rætt og stjórn er sammála um að hér sé á ferð brýnt hagsmunamál sem þurfi með einhverjum hætti að styðja við og reka. Samþykkt að óska eftir hugmyndum parsins um hvernig það sjái fyrir sér aðkomu Samtakanna ‘78.

8.Önnur mál

Stjórnarskrárbreytingar

Rætt um fyrirhugaðar/mögulegar stjórnarskrárbreytingar og mögulega umræðu um málefni hinsegin fólks í því samhengi.

Flóttamenn og hælisleitendur

KA var nýverið á fundi um flóttamenn og hælisleitendur. Þetta er mikill og flókinn pakki sem þarf að taka á sem fyrst enda talið ljóst að úrlausnarefnum muni einungis fjölga. Lítið sem ekkert samráð hefur verið haft við samtökin af hálfu þeirra sem sjá um málaflokkinn varðandi aðstoð við hinsegin hælisleitendur og flóttafólk. Lagt til að stjórnin óski eftir fundi með fulltrúum yfirvalda og Rauða krossins og fræði um málefnið. Samtökin eru þegar í samstarfi við Reykjavíkurborg um málefni kvótaflóttamanna og hefur borgin varið til þess samnings kr. 500.000. Fyrirhugaðar eru viðræður við ríki og borg um áframhaldandi fjármögnun á aðkomu í málaflokknum.

Rætt um að æskilegt sé að gera drög að erindisbréfi fyrir starfshópinn sem hefur hafið vinnu við málefni flóttafólks og hælisleitenda. Sett verði niður markmið, tímarammi, o.s.frv. HHM fylgir eftir.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 21.59.

Leave a Reply