Skip to main content
FundargerðirStjórn

13. Stjórnarfundur 2017

By 2. janúar, 2017mars 13th, 2020No Comments

Fundinn sátu: María Helga Guðmundsdóttir – MHG, formaður. Benedikt Traustason – BT, gjaldkeri. Álfur Birkir Bjarnason – ÁBB, meðstjórnandi. Sigurður Júlíus Guðmundsson – SJG, varaáheyrnarfulltrúi í stjórn. Sólveig Rós – SR, fræðslufulltrúi. Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir – HBB, framkvæmdastýra.

Þann 2. janúar 2017 var haldinn fundur í húsnæði Samtakanna Suðurgötu 3 klukkan12:17.
Fundargerð ritaði Álfur Birkir Bjarnason

Fundur settur kl. 12:17

1. Fundargerðir

Fundargerð 10. og 11. fundar samþykktar.

2. Sjálfboðaliðar úr HÍ í afmörkuð verkefni?

Rætt var að afmarka sjáfboðaverkefni sem væru opin fyrir utanaðkomandi sjálfboðaliða að vinna. Ástæðan er sú að um 100 nemendur í HÍ munu þurfa að verja 20 klst. í sjálfboðavinnu og skrifa um það skýrslu.

· Hugmyndir:
Skýrsluskrif vegna
Málefna eldra hinsegin fólks
Hinsegin á landsbyggðinni
Samanburðar á fjármögnun hinsegin félaga í nágrannalöndum
O.s.fv.

· Utanumhald á Samtakamættinum og fleiri viðburðum

· Fleira

Samþykkt. SR og HBB munu safna saman lengri lista af verkefnum.

3. Nýsköpunarsjóður námsmanna

(https://www.rannis.is/frettir/nyskopunarsjodur-namsmanna-umsoknarfrestur-10-februar-2017)

Rætt að sækja um til sjóðsins. Til þess vantar efni, nema og tengilið úr HÍ. Hugmynd að efni væri skjalavarsla Samtakanna og Borgarskjalasafnsins.

4. Skipulag úthringinga vegna endurbóta á félagaskrá.

Þarf að setja upp verkferla við endurnýjun á félagaskrá. Sjúlli hefur samband við Tótlu um lógó fyrir Samtakamáttinn. Þá getum við hafist handa við að hringja í félagsfólk. Sólveig Rós er með tilbúið handrit. HBB setur upp skjal yfir þá sem þarf að hringja í. Frekari verkskipting fer fram á Facebook.

5. Viðhorfskönnun – leggja lokahönd.

U.þ.b. Tilbúin skv. MHG. Hægt að senda út um leið og félagaskrá er tilbúin.

6. Félagsmál á nýju ári.

Þrettándaballi er aflýst. Auglýsum á Aðaltorginu eftir fólki til að skipuleggja samtakamáttsveislu (fyrirpartý) til að þétta raðirnar. Hugmyndir: Hafa samband við Dragsúg og Hljómsveitina Evu o.fl.

Hugmynd að samstöðunefnd finni veitingastað fyrir fólk milli fundar og fyrirpartýs.

7. Hljóðvist – í ráðgjafaherbergi OG frammi.

HBB grennslast fyrir um hljóðvistarúttekt.

8. Tryggingamál og rakaskemmdir

HBB grennslast fyrir um tryggingamál og rakaskemmdir nærri inngangi.

9. Pistill gjaldkera

Umboð og fl. fyrir HBB er tilbúið.

10. Samantekt stjórnar nóv-des – helstu punktar.

Lögð voru drög að samantekt stjórnar. MHG sér um það.

11. Fundur 10. janúar með Velferðarráðuneytinu vegna vinnustaðaindexins

Samtökin ‘78 gera kröfu um skuldbindingu frá ráðuneytinu um fjármagn til verkefnisins. Þar má nefna þýðingar og eftirlit. Kemur Vinnueftirlitið ekki inn í þetta?

Hugmynd að byrja á hinseginindex en opna möguleika á almennan jafnréttisindex.

12. Fundur við mannréttindastarfsfólk Reykjavíkurborgar

Leggja áherslu á fjármögnun ungliðanna. SR og HBB sjá um þennan fund.

13. Íslensk erfðagreining

Málið er á dagskrá fundar stjórnar og trúnó. Þar mun stjórn leggja til að það verði lagt fyrir félagsfund.

14. Bréf til Útlendingastofnunar vegna húsnæðismála

Auður var búin að skrifa bréf vegna ítrekaðra kvartana
frá hinsegin hælisleitendum um að vera hýstir með hómófóbískum hælisleitendum.

ÁBB leggur til að bréf þess efnis verði sent á ÚTL, innaríkisráðuneyti og nýjan innanríkisríkisráðherra þegar að því kemur.

Bréfið yrði bæði opið og lokað að því leytinu til að viðkvæmar trúnaðarupplýsingar yrðu einungis sendar til stofnanna en ekki fjölmiðla.

Höfum samband við Semu Erlu Serdar og heyrum í Rauða krossinum. HBB og ÁBB taka þetta að sér með MHG á hliðarlínunni.

15. Annar fundur stjórnar og trúnó – hvenær?

21. janúar kl 17:30 (viðmið). HBB mæti á seinni hluta fundarins og kynnir sig.

16. Kynferðisbrotadómar

Umræða á hommaspjallinu um hvort kynferðisbrotadómar séu hómófóbískir. HBB grennslast fyrir innan HR og HÍ um nemendur til að vinna Masters-, Bachelor- eða nýsköpunarverkefnum þar sem það væri rannsakað.

17. Stjórn eingöngu: lokayfirferð ráðningarsamninga.

Frestað.

Fundi slitið kl. 13:51

Leave a Reply