Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

13. Stjórnarfundur 2019

By 9. febrúar, 2019apríl 29th, 2020No Comments

Mætt: María Helga Guðmundsdóttir (formaður), Þorbjörg Þorvaldsdóttir (ritari), Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir (alþjóðafulltrúi), Sigurður Júlíus Guðmundsson (gjaldkeri), Rúnar Þórir Ingólfsson (meðstjórnandi), Sólveig Rós (fræðslustýra),
Daníel E. Arnarson (framkvæmdastjóri)

Fundargerð ritar: Þorbjörg
Fundur settur: 16:12

1. Fundargerð 12. fundar samþykkt

María Helga les fundargerð 12. fundar. Stjórn samþykkir fundargerð með smávægilegum breytingum.
Unnsteinn (varaformaður) kemur á fund: 16:22

2. Ársreikningur

Gjaldkeri leggur fram ársreikning félagsins og fjárhagsáætlun. Skjölin kynnt og stjórn ræðir þau.

3. Trúnaðarmál

Trúnaðarmál rætt. Fært í trúnaðarbók.
Sigurður Júlíus víkur af fundi: 17:12

4. Ársskýrsla

Rætt um gerð ársskýrslu fyrir aðalfund og hvernig samvinnu stjórnar og starfsfólks verður háttað.

5. Nafn Samtakanna hjá RSK

Stjórn samþykkir að breyta nafninu hjá RSK í Samtökin ‘78.

6. Erindi fyrrum formanna

Þorbjörg víkur af fundi: 17:20
Tillaga fyrrum formanna samþykkt.
Þorbjörg kemur á fund: 17:25

7. Frumvarp um kynrænt sjálfræði og herferð með Amnesty

María Helga fór yfir stöðuna. Frumvarp um kynrænt sjálfræði er komið inn á samráðsgátt Alþingis. Ráðuneytið hefur ákveðið að taka út ákvæði um inngrip á intersex börnum og leggja til að stofna starfshóp um slíkt ákvæði. Búið er að lýsa yfir eindregnum vilja Samtakanna til þess að þessi ákvæði væri haldið inni. Rætt um mikilvægi þess að þrýsta á að þetta ákvæði fari aftur inn í texta frumvarpsins. Von er á skýrslu alþjóðaskrifstofu Amnesty International um intersex málefni á Íslandi. Von á undirskriftasöfnun um allan heim, auk myndbanda til stuðnings trans og intersex réttindum. Einnig verðum við með herferð til stuðnings frumvarpinu.
Umræður um það hvernig við getum komið inn í umræðuna. Rætt um að halda annan samráðsfund með félagsfólki sem hefur hagsmuni af frumvarpinu.

8. Önnur mál

Þórhildur segir frá máli sem kom inn á hennar borð sem alþjóðafulltrúi.

Fundi slitið: 17:55

Leave a Reply