Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

13. Stjórnarfundur 2021

By 1. febrúar, 2021febrúar 24th, 2021No Comments

Mætt: Þorbjörg, Daníel (framkv. stj.), Agnes (áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs), Bjarndís, Rósanna, Unnsteinn, Marion og Andrean
Ritari: Bjarndís Tómasdóttir

Fundur settur: 16.42

1. Samþykkt síðustu fundargerðar

Stjórn geymir samþykkt síðustu fundargerðar fram á næsta fund.

2. Húsnæðismál

Framkvæmdarstjóri upplýsir stjórn um stöðu á framkvæmdum á Suðurgötu 3 og nýtingu á rýminu. Ýmsar hugmyndir ræddar. Framkvæmdastjóri skoðar málið frekar og fellur það í hlut næstu stjórnar að taka ákvörðun um framhaldið. Stjórn tekur vel í hugmyndina.

3. Starfsmannamál og staða

Rúmlega 70 manns hafa sótt um stöðu viðburðastýris. Klappað fyrir því. Næstu skref eru yfirferð og boð í viðtal.

4. Aðalfundur

Farið er yfir hugmyndir að viðburðum á aðalfundi og stjórn ræðir dagskrá.

5. Önnur mál

Ársreikningar eru nánast tilbúnir.
Enn bætist í Regnbogavini.
Umræða um tillögur að breytingum á trúnaðarráði. Varaformaður leggur til að hann og formaður leggist yfir þetta og sendi stjórn tillögu. Stjórn samþykkir þetta.
Stjórn fagnar þeim fréttum að von sé á landshluta félagi Vesturlands!
Varaformaður er að vinna í niðurstöðum úr könnun um blóðgjafir. Verður kynnt á aðalfundi.

Fundi slitið: 18:39