Skip to main content
FundargerðirStjórn

13. Stjórnarfundur 2022

By 9. desember, 2022mars 1st, 2023No Comments

Viðstödd eru: Agnes, Álfur, Mars, Óli Alex og Þórhildur.
Fundargerð ritar: Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir

Fundur settur: 17:18

1. Samþykkt síðustu fundargerðar

Ritari hefur ekki birt síðustu fundargerð (24. nóvember). Fyrirséð samþykkt fer fram á Slack fyrir næsta fund.

2. Fastur liður ungmennaráðs

Fellur niður vegna fjarveru áheyrnarfulltrúa ungmennaráðs

3. Nýr samningur við Ríkislögreglustjóra um fræðslu og þjónustu

Álfur fjallar um samning við Ríkislögreglustjóra um fræðslu fyrir starfsfólk (t.d. fyrir teymið sem að sér um hatursorðræðu mál sem koma inn, sérsveitin o.fl.)
Samningurinn nær einnig til annara verkefna og verkferla innan lögreglunnar t.d. árlegrar rannsóknar sem er gerð á viðhorfi til lögreglunnar, verklag Ríkislögreglustjóra vegna mismunar og áreitis innnan lögreglunnar.
Stjórn ræðir samninginn og möguleikana sem hann býður upp á. Ekkert samþykkt enn þar sem eftir á að kostnaðargreina þjónustuna sem er innifalin í samningnum og ákvarða fjárhæðir.

4. Endurskoðun á samningi við Reykjavíkurborg um fræðslu til grunnskóla

Ræddum fræðslusamning við RVK borg.

5. Önnur mál

Engin önnur mál

Fundi slitið: 18.20