Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

13. Stjórnarfundur 2022

By 28. janúar, 2022mars 8th, 2022No Comments

Viðstödd eru: Þorbjörg, Þórhildur, Andrean, Agnes, Edda, Óli Alex, Bjarndís, Daníel (framkv. stj.), Sigga Ösp (áheyrnarfulltrúi félagaráðs), Elliot (fulltrúi ungmennaráðs)
Fundargerð ritar: Bjarndís Helga Tómasdóttir
Fundur settur: 16:10

1. Samþykkt fundargerðar

Fundargerð síðasta fundar ásamt þessari verða settar inn á Slack-rás stjórnar til samþykktar.

2. Ungmennaráð

Stjórn býður ungmennaráð velkomið á fund en sjö ungmenni sitja nú í nýstofnuðu ungmennaráði. Eftir almennar kynningar báru ungmennin upp spurningar við stjórn sem tengjast störfum ráðsins. Stjórn fagnar þessum frábæru ungmennum og mikil ánægja með aðkomu þeirra að störfum Samtakanna.

Að þessu loknu yfirgefur ungmennaráð fundinn að áheyrnafulltrúa þeirra, Elliot, undanskildum. Áheyrnafulltrúi ungmennaráðs mun hér eftir sitja fundi með stjórn.

3. Aðgengi að viðburðum

Stjórn ræðir ábendingu frá einstakling innan félagsins um að bæta þurfi fjárhagslegt aðgengi að námskeiðum sem Samtökin standa fyrir. Stjórn samsinnir þessu og ákveðið er að þegar um námskeið eða annað sem kostar, er að ræða verði sérstaklega tekið fram að hafi einhver áhuga á að koma en geti ekki vegna fjárhagsstöðu verði sérstaklega hægt að merkja við slíkt í skráningarferli.
Stjórn fagnar því að fá ábendingar sem þessar frá félagsfóllki svo hægt sé að bregðast við og bæta þegar þörf er á.

4. Aðalfundarhelgi

Margar góðar hugmyndir eru komnar að dagskrá aðalfundarhelgar. Starfsmenn er í óðaönn að undirbúa og mun Daníel koma með fullbúna dagskrá

5. Fjárhagsáætlun 2022

Framkvæmdastjóri fer yfir fjárhagsáætlun fyrir árið 2022. Á árinu 2022 munu Samtökin ná að greiða niður talsvert af þeim skuldum sem nú hvíla á Samtökunum.

6. Hinsegin kaupfélag

Stjórn samþykkir að veita framkvæmdarstjóra heimild til þess að vinna að stofnun sameignafélags (sf.) í samstarfi við Hinsegin daga. Sameignafélaginu er ætlað að halda utan um rekstur á Hinsegin kaupfélagi.

7. Heilbrigðiskerfið

Framkvæmdastjóri upplýsir stjórn um stöðu á biðlistum vegna neðanaðgerða fyrir trans fólk, en eins og staðan er í dag er biðin þó nokkuð löng.

8. Önnur mál

Formaður leggur til að myndaður verði sérstakur stuðningshópur fyrir hinsegin karla sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi. Þeirri hugmynd er vel tekið af stjórn og ákveðið að leita eftir samstarfi t.a.m. við Stígamót.

Fundi slitið: 17:21