Skip to main content
FundargerðirStjórn

13. stjórnarfundur 2024

By 24. september, 2024nóvember 7th, 2024No Comments

Viðstödd eru: Bjarndís, Hannes, Hrönn, Jóhannes, Kristmundur, Vera, Sigríður Ösp (áheyrnarfulltrúi félagaráðs), Kári (framkvæmdastjóri).

Fundargerð ritar: Vera Illugadóttir

Fundur settur: 15:15.

1.Þróunaraðstoð

Kári og Bjarndís fóru á fund í utanríkisráðuneytinu um þróunaraðstoð og hinsegin málefni. Þau segja frá fundinum. Stjórn ræðir alþjóðasamstarf og alþjóðamál á víðum grundvelli.

2.Húsnæðismál

Kári fer í stuttu máli yfir síðustu tíðindi í húsnæðisleit Samtakanna, og ýmsar fasteignir sem skoðaðar hafa verið eða stendur til að skoða. Fyrirhugað er að vekja frekari athygli á fasteignaleitinni á samfélagsmiðlum Samtakanna sem og á næsta félagsfundi. Stjórn ræðir.

3.Davíð Samúelsson

Davíð Samúelsson kemur á fundinn og kynnir verkefni sitt um hinsegin fræðslu fyrir kennara í grunnskólum á landsbyggðinni. Stjórn er sammála um mikilvægi hinsegin fræðslu á landsbyggðinni og að kennarar fái slíka fræðslu og frekari stuðning. Stjórn þakkar Davíð innleggið. 

4.Aðalfundarhelgi

Stjórn ræðir dagsetningu aðalfundar 2025. Stungið er upp á aðalfundi föstudaginn 14. mars og landsþing hinsegin fólks verði í framhaldi hans á laugardeginum 15. mars. Það er samþykkt. 

5.Fundur með borgarstjóra

Kári og Bjarndís funduðu með borgarstjóra. Þau segja frá fundinum. 

6.Bi+ Equal

Bi+ Equal er hópur sem vinnur að stofnun evrópskra regnhlífarsamtaka um réttindabaráttu tvíkynhneigðra. Hópurinn hefur verið í sambandi við Samtökin og verður Jóhannes tengiliður stjórnar við framtakið. Stjórn er sammála um mikilvægi þess að huga að málefnum tvíkynhneigðra, sér í lagi hvað varðar heilbrigðismál þeirra og fleiri þætti.  

7.Önnur mál

Vera segir frá söfnun fyrir samtök hinsegin fólks í Palestínu sem mörg norsk hinsegin samtök stóðu fyrir í sameiningu í sumar, og stingur upp á að Samtökin geri eitthvað svipað. Stjórn tekur vel í það.

 

Fundi slitið: 16:34.