Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

13. Stjórnarfundur 2024

By 15. febrúar, 2024mars 7th, 2024No Comments

Mætt eru í Regnbogasalinn á Suðurgötu 3: Mars, Þórhildur, Álfur, Bjarndís, Hrönn, Kristmundur og Jóhannes.

Fundarstjóri er Álfur Birkir
Fundarritari er Kristmundur Pétursson

Fundur settur 16:15

1. Lagabreytingatillögur (Stjórn hafa borist tvær tillögur)

Tillögur á lagabreytingum á liðum 1.2, 3.1 og 5.9 ræddar. Þær verða bornar upp á aðalfundi Samtakanna.

2. Stefnur

Framkvæmdastjóri kynnir stjórn stefnur sem skrifstofa hefur samið um risnukostnað, gjafir frá Samtökunum og ferðalög. Stjórn ræðir einstök atriði úr stefnunum sem eru þó virkilega skýrar og flottar. Stefnur munu taka gildi 1. mars. Stjórn fagnar ákaft!

3. Fjárhagsáætlun

Framkvæmdastjóri kynnti fjárhagsáætlun 2024. Umtalsvert meira fjárstreymi er áætlað á þessu ári miðað við 2023 í takt við stækkun félagsins. Skrifstofan er að innleiða nýtt bókhaldskerfi sem býður upp á mun gegnsærra bókhald.

4. Aðalfundur 2024

Undirbúningur aðalfundar gengur vel. Framboðsfrestur í stjórn verður sennilega framlengur, kjörstjórn heldur utan um það.

5. Framvinda breytinga á fræðsluefni

Búið er að einfalda framboð á fræðslu erindum og unnið er að því að gera aðgengilegt hvað er innifalið í hveri fræðslu. Verkefnastjóri hinsegin vottunar munu halda áfram að þróa efnið. Sömuleiðis mun ný fræðslustýra fara af stað í vinnu við að þróa fræðsluefni fyrir grunnskóla.

6. Ráðning framkvæmdastjóra

Stjórn ræddi hvenær skyldi auglýsa í stöðu nýs framkvæmdastjóra og hvernig þeirri ráðningu skuli háttað. Stefnt er á að auglýsa í starfið á aðalfundi. Jóhannes og Álfur munu annast að búa til auglýsingu.

7. Önnur mál

Heiðursmerki – framvinda.

Stjórn ræddi um veitingu heiðursorðu Samtakanna

Eiga Samtökin 78 að halda áfram að taka þátt í rekstri Hinsegin Félagsmiðstöðvarinnar.

Þórhildur vill leggja til að rekstur hinsegin félagsmiðstöðvarinnar verði alfarið færður til borgarinnar. Stjórn ræddi kosti og galla.

Fundi slitið 17:55