Skip to main content
FundargerðirStjórn

13. Stjórnarfundur S78 16.10.2013

By 21. nóvember, 2013mars 6th, 2020No Comments

13. Stjórnarfundur S78 16.10.2013

 

Mætt: Stjórnarmennirnir Fríða Agnarsdóttir, Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson (Villi), Sigurður Júlíus Guðmundsson (Siggi), Svandís Anna Sigurðardóttir (SAS), Guðrún Arna Kristjánsdóttir (GAK), Anna Pála Sverrisdóttir (APS) og Gunnar Helgi Guðjónsson (GHG)(Áheyrnarfulltrúi Trúnaðarráðs)

 

Fjarverandi: Örn Danival Kristjánsson, Sverrir Jónsson (Áheyrnarfulltrúi Trúnaðarráðs), Árni Grétar Jóhannsson (ÁG)(framkvæmdastjóri S78)

 

Fundur settur: 17:19

 

1.  Fundargerð síðasta fundar: Samþykkt

 

2.  Viðburður í samstarfi við Amnesty International vegna bréfasöfnunar – Hvað viljum við gera?

 

 • Viðburður í desember. ÁG leggur til að sameina þetta aðventukvöldi. Stjórn samþykkir. ÁG lætur Amnesty vita.

 • ÁG ræðir þá skipulagningu aðventukvöldsins, hann mun finna dagsetningu. GHG ræðir við formann trúnó um að koma að kvöldinu.

 

3. Fundur með FHF- niðurstöður – GHG/GAK/ÁGJ

 

 • GHG og GAK hafa fundað með félagi hinsegin foreldra og fengið upplýsingar frá félaginu. Fáir karlmenn í félaginu, en nokkuð stórt félag, samfélag hinsegin foreldra ansi stórt. S78 fá leyfi til að nýta vettvang þeirra á Facebook til að afla upplýsinga og fá ábendingar.

 • GHG, GAK og ÁG munu fá upplýsingar frá þeim áður en haldinn er opinn fundur til að ræða fjölskyldumál hinsegin fólks.

 • Innan tveggja vikna verður búið að óska eftir sögum og upplýsingum og boða opinn. fund.

 

4. Húsnæðismál S78

 

 • ÁG ætlar að skoða Vitastíginn aftur. Fáum aldrei fullkomið húsnæði en þetta er nokkuð gott. Þetta þarf einnig að ræða á félagsfundi.

 

5. Samstarfsverkefni við Úganda, praktískt mál

 

 • Krafa um að ársreikningur félagsins verði stimplaður af löggiltum endurskoðenda. Þurfum að finna endurskoðenda sem getur tekið þetta að sér. ÁG skoðar.

 

6. Jólabingó

 

 • 6. desember verður jólabingóið. Þarf að finna vinninga. Fríða er með skjal um það sem þarf að muna fyrir viðburðinn. Spurning um að biðja einn aðila um að halda utan um.

 • ÁG ræðir við hugsanlega skemmtistjóra.

 

7. Minningardagur transfólks

 

 • SAS biður APS um að ath með Hallveigarstaði. Teymið kallar eftir stuðningi allra félagsmanna.

 • ÁG verður í fjölmiðlatengslum varðandi viðburðinn. Þarf að fá Uglu og Örn með.

 • Verður miðvikudagskvöld kl. 20.00 (20. nóvember).

 • SAS verður tengiliður stjórnar við Teymið og TÍ.

 • ÁG bendir á kertabrekku sem hægt er að fá hjá t.d. kirkjum.

 

8. Félagsfundur

 

 • ÁG búinn að senda út fyrstu tilkynningu um fundinn. Rætt verður um ársreikning og kjörnefnd.

 • Ákveðið að byrja stundvíslega kl.14.00. Fundur stendur til kl.15.00, kaffipása og 15.15 byrjar kynning Lísu (ÁG ræðir við hana).

 

9. Partýhald stjórnar og trúnaðarráðs

 

 • Bókað að hafa partý 2. nóv um kvöldið heima hjá ÁG, eftir félagsfund. Út að borða með Guðrúnu og svo partý.

 

10. Önnur mál
a) Kynlífsfræðsluvika

Siggi og Maggi í BDSM hafa rætt um aukið samstarf og koma á ákveðnum fræðsludögum varðandi kynlíf í sinni víðustu mynd. Rætt um að gera eftir áramót. Hugmynd að fá Uglu með í vinnuna.

Hugmyndin er að fá sem flesta aðila með, landlækni, fræðasamfélagið, félagasamtök o.fl. APS mælir með Ástráði sem samstarfsaðilum.

 

Fundi slitið: 18.25
Næsti fundur verður: 30.10.13 kl.17.00 (með fyrirvara um breytingar)

Fundarritari: Svandís Anna Sigurðardóttir

Leave a Reply