Skip to main content
FundargerðirStjórn

14. Stjórnarfundur 2014

By 29. febrúar, 2024mars 7th, 2024No Comments

Viðstödd eru: Álfur, Bjarndís, Jóhannes, Kristmundur, Mars, Þórhildur, Vera, Hrönn (áheyrnarfulltrúi félagaráðs)
Fundargerð ritar: Vera Illugadóttir

Fundur settur: 16:05

1. Rannsókn á stöðu hinsegin fólks

Á fundinn koma Þorsteinn Vilhjálmsson doktorsnemi við Háskóla Íslands og Kristín Þóra Harðardóttir frá forsætisráðuneytinu. Þau kynna stjórn verkefni um kortlagingu á stöðu hinsegin fólks á Íslandi. Þau óskuðu eftir samstarfsyfirlýsingu Samtakanna ’78 vegna verkefnisins, sem og að fá fulltrúa frá Samtökunum í samráðshóp. Stjórn samþykkir það.

2. Ný stjórn Trans Ísland

Aðalfundur Trans Ísland fór fram í gær. Ný stjórn félagsins var kjörin á fundinum. Stjórn Samtakanna ’78 fagnar því og þakkar fyrri stjórn félagsins gjöfult samstarf.

3. Samþykkt fundargerðar

Ritari les upp fundargerð til samþykkar. Stjórn samþykkir fundargerð.

Fundi slitið: 16:45