Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

14. Stjórnarfundur 2014

By 10. nóvember, 2014apríl 27th, 2020No Comments

Fundurinn var haldinn að Hverfisgötu 3 í Reykjavík og hann sátu Hilmar Hildarson Magnúsarson formaður (HHM), Svandís Anna Sigurðardóttir varaformaður (SAS), Auður Magndís Auðardóttir meðstjórnandi (AMA), Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir meðstjórnandi (AÞÓ), Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson gjaldkeri (VIV) og Kamilla Einarsdóttir ritari (KE). Einnig sátu fundinn Árni Grétar Jóhannsson framkvæmdastjóri (ÁGJ), Valgerður Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs (VJ) og Ugla Stefanía Jónsdóttir (USJ) fræðslustýra.
Forföll: Gunnar Helgi Guðjónsson meðstjórnandi (GHG)

Ár 2014, mánudaginn 10. nóvember kl.17:30 var haldinn fundur stjórnar Samtakanna ‘78.
Eva Kamilla Einarstóttir ritaði fundargerð

1. Dagskrá næstu þriggja mánaða – 10.11.2014 til 02.02.2015

dagsetning kl. viðburður/verkefni staður
15.11.14 13.00 Formaður m. erindi á málræktarþingi Iðnó
13.11.14 Félagsfundur um fjárhagsáætlun o.fl. Óákveðið
20.11.14 Minningardagur transfólks Ráðhúsið
24.11.14 17.20 Stjórnarfundur Óákveðið
27.11.14 „No Hate“ ráðstefna Madríd, Spáni
1.12.14 Alþjóðlegi AIDS dagurinn Óákveðið
7.12.14 Jólabingó Samtakanna ’78 Stúdentakjallarinn.
8.12.14 17.20 Stjórnarfundur Óákveðið
13.12.14 20.00 Jólatónleikar Hinsegin kórsins Óákveðið
20.12.14 Jólaball Óákveðið
10.01.15 Sjálfboðaliðadinner Óákveðið

2. Forgangsmál

Fræðsla og rannsóknir/Transmálefni – Farið yfir liði 2.9, 3.8, 3.9, 3.10 og 3.11

Farið yfir málin með fræðslustýru. Fræðslustýra hverfur af fundi.

Almennt félagsstarf/Fjármál – Árlegur fundur um fjárhagsáætlun og fleira

Samþykkt að halda fundinn 19. nóvember n.k. og athuga með staðsetningu á Kex Hostel eða Amnesty. Dagskrá að mestu tilbúin. SAS deili drögum að jafnréttis og umhverfisstefnu með ráðgjöfum og Auður deili þessu með trúnaðarráði. Ábyrgð: HHM og SAS. -Í vinnslu.

Almennt félagsstarf – Skipan kjörnefndar

Fyrir fundinn 19. nóv. þarf að finna fólk í kjörnefnd. Við ætlum að auglýsa og tala við nokkrar manneskjur sem líklega væru til í að gera þetta. ÁGJ, SAS og HHM tala við sem flesta. Ábyrgð: SAS, ÁGJ og HHM. – Í vinnslu.

Almennt félagsstarf – Jafnréttis- og umhverfisstefna S78

AMA ætlar að tala við Hrönn hjá borginni varðandi mótun stefnu og kynningu á drögum á félagsfundi. Ábyrgð: AMA – Í vinnslu.

Alþjóðamál – „Networks against hate“ með FELGBT í Madríd og „No Hate“ ráðstefna

HHM tekur þátt í ráðstefnunni þann 27. nóvember nk. AÞÓ sendi Hilmari þær upplýsingar sem hún er með. Ábyrgð: HHM og AÞÓ. – Í vinnslu.

Fjármál og fjáröflun – Samningur við Reykjavíkurborg og fjárveitingar frá ríki

ÁGJ hefur ýtt á eftir málinu við borgina til að ganga frá nýjum samningi. Það er verið að ganga frá reikningum sem átti eftir að sækja samkvæmt núgildandi samningi. Enn hefur ekkert heyrst frá borginni varðandi endurnýjun þjónustusamnings. Þarf að bóka fund með ráðherra v. fjárveitinga frá ríki og undirbúning umsóknar til ráðuneytis. Ábyrgð: ÁGJ – Í vinnslu.

Húsnæðismál – Suðurgata 3: staða framkvæmda og næstu skref

Málin eru í vinnslu. Ekki búið að finna verktaka fyrir málningavinnu. Verið er að undirbúa milliútekt en byggingarfulltrúi á eftir að gefa út byggingarleyfi. Staða mála verði kynnt betur á félagsfundi 19. nóvember n.k. Ábyrgð: Allir – Í vinnslu.

Menning og viðburðir – Minningardagur intersex fólks – hvernig til tókst

Laugardaginn 8. nóvember sl. var árlegur minningardagur intersexfólks. Sökum anna formanns Intersex Íslands var ekki hægt að koma við viðburði, en Kitty birtist í nokkrum fjölmiðlum, m.a. Fréttatímanum og Samfélaginu á Rás 1, í aðdraganda dagsins. Auk þess hélt hún fyrirlestur í samvinnu við MARK – Miðstöð margreytileika- og kynjarannsókna við HÍ. HHM og Kitty rituðu saman grein um málefnið sem birtist á Vísi.is á deginum sjálfum og hlaut ágætis viðtökur. – Lokið.

Menning og viðburðir – Minningardagur trans fólks 20. nóvember 2014

Verður í haldinn Ráðhúsi í boði borgarstjóra. USJ og HHM eru að skrifa grein. Það verða léttar veitingar og góð atriði. Allt stjórnarfólk mæti. Ábyrgð: USJ og HHM.

Menning og viðburðir – Alþjóðlegi AIDS dagurinn 1. desember

S78 buðu fram sína aðstoð og var vel tekið í það. HIV-Ísland verða í sambandi við ÁGJ síðar. Rætt um að hafa tékk-dag fljótlega eftir að nýtt húsnæði opnar. Ábyrgð: ÁGJ, GHG – Í vinnslu.

Menning og viðburðir – Jólabingó Samtakanna ‘78

USJ hefur bókað Stúdentakjallarann. VJ og Unnsteinn eru að safna vinningum. Það er búið að redda bingóstjórum. Það verður höfð breidd í hópnum sem fram kemur. Ábyrgð: VJ. – Í vinnslu.

Menning og viðburðir – Jólaball

Jólaball verður haldið 20. desember. Beðið er kostnaðaráætlunar frá Sigurði Júlíusi Guðmundssyni. Ábyrgð: SJG, formaður trúnaðarrráðs. – Í vinnslu.

Upplýsinga- og kynningarmál – Erindi formanns á Málræktarþingi íslenskrar málnefndar

HHM verður með erindi á Málræktarþingi íslenskrar málnefndar sem haldið er í tilefni 50 ára starfsafmælis nefndarinnar laugardaginn 15. nóvember nk. Ábyrgð: HHM. – Í vinnslu.

3.Staða annarra mála frá síðasta fundi

Almennt félagsstarf – Ársþing Samtakanna ‘78 í tengslum við aðalfund

Frestað til næsta fundar.

Almennt félagsstarf – Félagsstarf, viðburðahópur og aðrir starfshópar/nefndir

Þegar milliútekt vegna húsnæðis er afstaðin þarf viðburðahópurinn að taka til starfa.. Verði rætt betur á næsta fundi. Ábyrgð: GHG, HHM.

Almennt félagsstarf – Stefnumótun S78 og Samtakamáttur

Frestað þar til framkvæmdir við húsnæði eru yfirstaðnar. Sjá fundargerð 17.9.14. Ábyrgð: HHM.

Almennt félagsstarf – Starfshópur um málefni tvíkynhneigðra

Þeir sem stóðu að þes
sari tillögu eru ekki lengur til staðar að vinna að þessu. Stjórn myndi þó taka því fagnandi ef slíkur hópur yrði stofnaður af einhverjum áhugasömum. – Lokið.

Almennt félagsstarf – Mannréttindaviðurkenning Samtakanna ´78

Frestað þar til framkvæmdir við húsnæði eru yfirstaðnar. Sjá fundargerð 17.9.14. Ábyrgð: HHM.

Alþjóðamál – Úgandaverkefni

Ekkert hefur frést frá Addison Smith hjá Wellspring Advisors varðandi yfirferð ársreikninga frá því síðast. HHM mun spyrja fregna og einnig ræða við verkefnisstjórn Úgandaverkefnis. Ábyrgð: AÞÓ, VIV, ÁGJ og HHM. – Í vinnslu.

Fjármál og fjáröflun – Fjármál ungliða

VIV hefur fundað með forsvarsmönnum ungliða og það gekk vel. Ábyrgð: VIV. – Í vinnslu.

Fræðsla og rannsóknir – Fræðslubæklingur

Staðan er óbreytt frá síðasta fundi. Það hefur komið fram hugmynd um að bæta við kafla um fornöfn. USJ fer yfir þetta mál. Enn vantar smá athugasemdir frá Önnu Kristinsdóttur í Ráðhúsinu. ÁGJ ætla að hafa samband við hana. Ábyrgð: SAS, USJ og ÁGJ. – Í vinnslu.

Fræðsla og rannsóknir – Lögreglubæklingur

Verið er að vinna í bæklingnum en boltinn er núna hjá lögreglu. Nú er beðið upplýnga frá Svövu hjá lögreglunni. Ábyrgð: SAS, USJ. – Í vinnslu.

Fræðsla og rannsóknir – Fræðsla um fötlun til ráðgjafa

SAS mun koma á fundi með Emblu og ráðgjöfum. Ábyrgð: SAS, USJ. – Í vinnslu.

Fræðsla, og rannsóknir – Fræðslufundur í Ráðhúsi

Fyrir næsta fund þarf að fá upplýsingar frá USJ. Fundurinn datt upp fyrir. ÁGJ ætlar að senda og spyrja út í þetta. Ábyrgð: SAS, USJ. – Í vinnslu.

Hatursglæpir/-orðræða og mismunun – skráning, tölfræði og birting

Stefnt að þvi að vinna þessi mál í beinu framhaldi af lögreglubæklingi og nýta þekkingu úr Madrídarverkefni. Ábyrgð: HHM, USJ. – Í vinnslu.

Lýðheilsa og íþróttir – Hinsegin jóga og fleira

Frestað þar til framkvæmdir við húsnæði eru yfirstaðnar. Skoðað í viðburðarhópnum í samvinnu við íþróttahópinn.Sjá fundargerð 17.9.14. Ábyrgð: HHM.

Lýðheilsa og íþróttir – Lýðheilsuhópur og verkefnisstjórn um HIV tékk

Frestað þar til framkvæmdir við húsnæði eru yfirstaðnar. Sjá fundargerð 17.9.14. Ábyrgð: HHM.

Ráðgjöf – lögfræðiráðgjöf, stjórnsýsluerindi o.fl.

Frestað til næsta fundar.

Réttindabarátta og löggjöf – Starfshópur ráðherra um málefni hinsegin fólks

Ekkert hefur gerst í vinnu hópsins. Það bíður fundar með ráðherra að fá frekari upplýsingar. Ábyrgð: ÁGJ, SAS og HHM – Í vinnslu.

Réttindabarátta og löggjöf – Starfshópur um fjölskyldustefnu

GHG spurði síðast um starf nefndarinnar. Það bíður fundar með ráðherra. Ábyrgð: HHM og ÁGJ. – Í vinnslu.

Upplýsinga- og kynningarmál – Heimasíða og Facebook

HHM hefur ýtt á eftir greinargerð frá Sigurði Júlíusi og á von á henni á næstunni. GHG er byrjaður að skoða með grafískum hönnuði. Sjá fundargerð 17.9.14. Ábyrgð: HM, KE og ÁGJ – Í vinnslu.

Upplýsinga- og kynningarmál – Stattu með!

Það verður fundur með Baldvini Kára og ÁGJ um nýjustu drög fljótlega – eftir að Baldvin hefur farið á nokkrar fræðslur. ÁGJ hefur fengið framlengingu á samningi við félagsmálaráðuneyti. Ábyrgð: ÁGJ og SAS. – Í vinnslu.

Upplýsinga- og kynningarmál – Þýðing á barnaefni og útgáfa

Frestað til næsta fundar.

4.Önnur mál

Almenn félagsstörf – Ungliðafundir

101 félagsmiðstöðin er að flytja þannig að ungliðarnir gátu ekki hist síðast. Þar áður voru lyklar týndir svo þau hittust ekki í það skipti. ÁGJ ræði við Dagbjörtu hjá Kampi um tímabundna lausn á þessum málum. Ábyrgð: ÁGJ. – Í vinnslu.

Fræðsla og rannsóknir – Doktosverkefni

Mögulega mun stjórn berast beiðni á næstunni um stuðningsbréf vegna doktorsverkefnis er varðar hinsegin fólk. Það verður betur skýrt á næsta fundi. Ábyrgð: HHM – Í vinnslu.

Hælisleitendur og flóttamenn – Móttaka hinsegin kvótaflóttamanna

Rauði krossinn hefur ekki haft frekara samband við S78 varðandi móttöku hinsegin kvótaflóttamanna. HHM grennslast fyrir um málið. Ábyrgð: HHM – Í vinnslu.

Upplýsinga- og kynningarmál – Jólakort

Það á eftir að senda út jólakort. Ábyrgð: SAS. – Í vinnslu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:24.

Leave a Reply