Skip to main content
FundargerðirStjórn

14. Stjórnarfundur 2016

By 12. ágúst, 2016mars 16th, 2020No Comments

Fundinn sátu: Ásthildur Gunnarsdóttir, Júlía Margrét Einarsdóttir, Kitty Anderson, Unnsteinn Jóhannsson og Benedikt Traustason.
Einnig sat fundinn Sólveig Rós áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs.
Forföll boðuðu María Helga Guðmundsdóttir og Heiður Björk Friðbjörnsdóttir.

Ár 2016, föstudaginn 12.8.2016 var haldinn fundur stjórnar Samtakanna ‘78 í húsnæði samtakanna að Suðurgötu 3 í Reykjavík.
Fundargerð ritaði Júlía Margrét Einarsdóttir.

Fundur settur 17:15

1.Aðalfundur:

Sólveig María og Daníel eru í ritnefnd fyrir bréflega fundarboðið sem brátt verður sent út. Þau hafa núþegar fengið tvo styrki samtals 40 þúsund og núna eru þau að sækja um á aðra staði. Þau eru komin með uppkast, þetta er í vinnslu, svo ef stjórn veit um einhvern sem gætu styrkt er um að gera að láta þau vita. Það er verið að miða við a4 tvær hliðar. Svandís var með hugmynd um að hafa línu neðst þar sem minnt er á að það má styrkja samtökin um sendingarkostnaðinn. Líklegur heildarkostnaður verður um 250.000 kr. en ef hægt væri að fá styrk fyrir amk helmingnum þá er þetta komið. Verið er að leita að tilboði í prentun. Auður hafði fundið eitthvað tilboð sem við þurfum að skoða, hvað það innifelur o.s.frv. Þetta þarf að fara út eftir viku.
Fundurinn samþykkir að Benedikt skoði hvort mögulegt verði að leigja Þjóðleikhúskjallarann fyrir aðalfundinn 11.september, hann telur mögulegt að fá salinn á 40 þúsund og þar er aðgengi. Einnig þarf að finna fundarstjóra, Unnsteini hefur verið bent á Jón Sigurðsson fyrrverandi rektor á Bifröst svo Ásthildur sem þekkir til getur skoðað að hafa samband við hann. Ákveðið var að senda líka skeyti á lögmann ASÍ varðandi fundarstjórn. Mun Kitty annast það.

2.Áskorun:

Áskorun barst stjórn um að senda fulltrúa á fund um kynlífsvinnufólk á Íslandi. Ekki var sendur fulltrúi frá Samtökunum ‘78 á fundinn en Sólveig Rós sótti hann á eigin vegum. Ef vilji er fyrir hendi er hún tilbúin að vera tengiliður fyrir samtökin. Á fundinum kom fram að verið er að reyna að búa til tengslanet fólks í kynlífsvinnu á Íslandi. Smám saman er markmið að byggja upp verkalýðsfélag eða einhvers konar strúktúr.
Stjórn samþykkir að félagið skuli ekki hafa nein afskipti af starfseminni en fylgjast með þeirri umræðu sem tekur til hinsegin fólks í kynlífsiðnaði.

3.Erindi sem stjórn hafa borist:

Femínistavaktin: Kvörtun barst vegna ummæla Uglu í lífsstílsviðtali í Fréttablaðinu. Uppkast hefur verið gert að svari með þeim orðum að hún talar í sínu nafni en ekki fyrir hönd Samtakanna. Benedikt mun sjá um að senda svarið.

Annað erindi til stjórnar er fært í trúnaðarbók.

4.Hælisleitandi:

Mál Amirs hælisleitanda er á mjög undarlegum stað. Lögfræðingurinn hans svarar ekki fyrirspurnum en hann hefur farið í gegnum ÚTL tvisvar og fengið neitun í bæði skiptin á efnislegri skoðun á sínu máli. Kitty var búin að sjá til að hann væri í sambandi við lögfræðing þegar hann var að fara fyrir héraðsdóm en hún hefur aldrei heyrt um að þetta gerist áður nema eitthvað alvarlegt komi upp. Hann var kallaður aftur fyrir ÚTL í viðtal eftir seinni neitun. Kitty fékk beiðni frá lögfræðingi um að fá „character witness“ um að hann hafi myndað tengsl við samfélagið. Ákveðið er að biðja fólk sem hafi kynnst honum á vettvangi S78 að skrifa pistil um kynni sín af honum og senda á lögfræðinginn hans. Kitty ætlar að stja þá beiðni á Aðaltorgið og Hinseginspjallið og við hin í stjórn munum sýna stuðning. Hann hefur verið virkur í Hinsegin dögum og Innblæstri Arkestru.

Fundi slitið 18:05

Leave a Reply