Skip to main content
FundargerðirStjórn

14. Stjórnarfundur 2020

By 23. febrúar, 2020apríl 29th, 2020No Comments

Mætt: Þorbjörg, Bjarndís, Marion, Rósanna, Unnsteinn, Sjúlli, Daníel, Edda
Ritari: Bjarndís

Fundur settur: 17:17

1. Samþykkt síðustu fundargerðar

Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

2. Starfsmannamál

Framkvæmdarstjóri víkur af fundi.
Farið yfir áframhaldandi samning við framkvæmdarstjóra. Launamál, starfshætti.

3. Trúnaðarmál

Fært í trúnaðarbók

4. Aðalfundur og ársskýrsla

Framkvæmdastjóri fer yfir stöðuna á ársskýrslu og aðalfundavinnu.

Sérstök aðalfundasíða hefur verið sett af stað og vakið lukku. Viðburðaskipulagning gengur vel. Allt stefnir í gríðarlega spennandi og góða helgi.
Ársskýrslan á góðu rólu en framkvæmdastjóri hvetur stjórn til að líta yfir og koma með punkta, því meira því betra. Betur sjá augu en auga.
Drög að ársreikningum kynnt. Ársreikningar samræmast fjárhagsáætlun síðasta aðalfundar.
Rætt um þörfina á túlk. Ákveðið að fá túlk á hliðarviðburðina.
Tillaga: athuga hvort S78 geti verið gesta-grammarar á Hinseginleikanum í aðdraganda aðalfundar. Hver og einn hliðarviðburður fær sinn eigin ‘even’ á fb.
Formaður hvetur stjórn til að vera virk í að kynna aðalfundarhelgina og hvetja fólk til að mæta enda stefnir í einstaklega metnaðarfulla dagskrá.

5. Erindi gjaldkera

Stjórn ræðir verklag við skráningar starfsmannatengdra upplýsingar.

6. Norrænn fundur – yfirlýsing, blóðgjafir

Varaformaður upplýsir stjórn um sameiginlega norræna fundinum í Kaupmannahöfn sem hann sótti. Finnland, Noregur og Svíþjóð eru með sterkustu félögin en eru mest að takast á við uppgang nýnasista. Áreitið er mikið og hættan eykst. Margt sem S78 geta lært af systursamtökum sínum. Mikill áhugi á áframhaldandi samvinnu svo deila megi þekkingu og reynslu öllu hinsegin fólki til góða.

Á ráðstefnunni kom skýrlega fram að Ísland stendur gríðarlega framarlega þegar kemur að starfi hinsegin ungmenna.

7. Uppgjör ársins

Stjórn ræðir það sem stendur upp úr á árinu.

8. Raunverulegir eigendur

Stjórn telur illfært að meta hverjir eru raunverulegir eigendur í 1300 manna félagi þar sem öll eru með jafnmikið atkvæðavægi og eignarhald. Stjórn telur þó mikilvægt að fara að lögum og leggur til að formaður og framkvæmdastjóri verði skráð eigendur.

Samþykkt samhljóða

9. Önnur mál

Formaður og framkvæmdastjóri fóru á fund með kirkjunni í vikunni og ræddu hugmynd kirkjunnar um hvernig megi byrja að græða sárin þar sem kirkjan vann markvisst gegn hinsegin fólki. Aðkoma Samtakanna rædd.
Framkvæmdarstjóri fer yfir starfsemi skrifstofu. Fréttir úr þeim nefndum sem S78 sitja í. Mikið álag hefur verið á skrifstofunni undan farið vegna verkfalla og fleira og mörg þung mál á borði framkvæmdastjóra. Mikil hjálp í sjálfboðaliðanum, Ahn, sem við erum svo lánsöm að hafa hjá okkur. Framkvæmdir í kjallara á áætlun.
Edda fór fyrir hönd S78 á mannréttindaráðstefnu í Rúmeníu. Fulltrúar frá ólíkum hinsegin samtökun í Rúmeníu og samtökum frá Noregi. Stefnan er að skapa vettvang fyrir samvinnu. Staðan í Rúmeníu er ekki góð fyrir hinsegin fólk. Samtök hinsegin fólks í Rúmeníu óska eftir aðkomu S78 í verkefni sem lýtur að eflingu ungmennastarfs. Þá kæmu fulltrúar frá þeim til Íslands til þess að kynna sér starfið hér. Stjórn þarf að taka ákvörðun um þátttöku og mun ræða málið frekar á slack.
Gjaldkerinn okkar, Sigurður Júlíus, hyggst segja stöðu sinni lausri frá og með 28. febrúar, vegna anna. Hann á ár eftir í stjórn og þarf því að fylla það sæti á næsta aðalfundi.

Fundi slitið 19:56

Leave a Reply