Skip to main content
FundargerðirStjórn

14. Stjórnarfundur 2023

By 6. janúar, 2023mars 1st, 2023No Comments

Viðstödd eru: Agnes, Álfur, Bjarndís, Mars, Vera, Þórhildur, Tinni (áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs), Daníel (framkv.stj.)
Fundargerð ritar: Vera Illugadóttir

Fundur settur: 17:16.

1. Samþykkt síðustu fundargerðar

Fundargerð síðasta stjórnarfundar hefur verið sett á Slack-rás stjórnar til samþykktar.

2. Fréttir frá ungmennaráði

Tinni flytur stjórn fréttir af ungmennaráði. Ungmennaráð er á leið í búðir á Akureyri með fleiri hinsegin ungmennum af landinu. Þá er ráðið að vinna að veggspjöldum um hatursorðræðu.

3. Aðalfundur 2023

Stjórn ræðir dagsetningu aðalfundar 2023. Daníel stingur upp á að hafa fundinn á föstudegi í stað sunnudags sem venja er. Stjórn samþykkir föstudaginn 10. mars.
Rafrænar kosningar. Daníel segir frá vinnu að því að innleiða rafrænar kosningar fyrir aðalfund. Stjórn samþykkir að ganga til viðræðna við Júní Digital um kosningakerfi.
Lagabreytingar. Stjórn ræðir mögulegar breytingar á lögum Samtakanna fyrir komandi aðalfund, meðal annars um hlutverk alþjóðafulltrúa og félagaráðs. Framkvæmdastjóri leggur til að skipuð sé lagabreytinganefnd. Formaður og varaformaður taki sæti í nefndinni. Stjórn samþykkir.
Ársskýrsla. Framkvæmdastjóri kynnir hugmyndir um næstu ársskýrslu Samtakanna.

4. Starfsmannamál

Framkvæmdastjóri kynnir stjórn fréttir af starfsmannamálum og skrifstofu. Tvö ný stöðugildi bætast við á skrifstofu í upphafi árs. Einnig er kominn inn nýr lögfræðiráðgjafi. Taxti fræðara og ráðgjafa í verktöku hefur verið hækkaður. Stjórn fagnar.

5. Tryggingar og öryggi

Gerður hefur verið samningur við Öryggismiðstöðina um öryggiskerfi á Suðurgötu. Stjórn fagnar.
Farið var í útboð fyrir tryggingar. Samið var við TM í kjölfarið.

6. Fjárhagsáætlun 2023

Framkvæmdastjóri kynnir stjórn fjárhagsáætlun fyrir árið 2023. Stjórn fagnar ákaft.

7. Önnur mál

Stjórn samþykkir að veita framkvæmdastjóra umboð til að ráða án auglýsingar starfsmanneskju fyrir styrk á fjárlögum vegna bakslags. Stjórn leggur til að ráðin verði Þorbjörg Þorvaldsdóttir þar sem hún býr yfir nauðsynlegri þekkingu á málefninu. Stjórn fagnar.
Framkvæmdastjóri tjáir stjórn af breytingum á opnunartíma skrifstofu, framvegis verður lokað á föstudögum.

Fundi slitið: 18:40.