Viðstödd eru: Bjarndís, Hannes, Hrönn, Jóhannes, Kristmundur, Vera, Guðrún (áheyrnarfulltrúi félagaráðs)
Fundargerð ritar: Vera Illugadóttir
Fundur settur: 15:35.
1. Yfirlýsing ILGA World um íþróttir
Trans, Gender Diverse and Intersex inclusion in Sports is a Human Right er yfirlýsing á vegum ILGA World sem finna má í heild sinni hér: Stjórn samþykkir að Samtökin ’78 skrifi undir yfirlýsinguna.
2. World Pride í Washington
World Pride verður haldið í Washington-borg í byrjun júní 2025. Sendiráð Íslands í Bandaríkjunum hefur haft samband við Samtökin ’78 og forvitnast um það hvort sendir verði fulltrúar á World Pride. Stjórn telur mikilvægt að nýta slík tækifæri og ræðir möguleika.
3. Diversify Nordic Summit í Osló
Bjarndís fór á ráðstefnu í Osló, Diversify Nordic Summit. Bjarndís segir frá. Ráðstefnan var gagnleg að hennar mati og myndaði góð tengsl.
4. WPATH
Kristmundur og Sigga Birna fóru á ráðstefnu WPATH, World Professional Association for Transgender Health. Kristmundur segir frá ráðstefnunni og erindum sem hann sótti þar. Stjórn ræðir.
5. Ráðstefna um málefni eldri borgara
Hópur frá Samtökunum ’78 fór á ráðstefnu um málefni hinsegin eldri borgara í Stokkhólmi ásamt fleiri Íslendingum. Bjarndís og Sveinn, sem bæði sóttur ráðstefnuna, segja frá. Ráðstefnan var góð og gagnleg að þeirra mati. Stjórn ræðir tengd málefni.
6. Önnur mál
Í dag, 8. október, er sýnileikadagur lesbía. Lesbíur eru mikilvægur hluti hinsegin samfélagsins og stjórn fagnar þeim í dag sem aðra daga.
Fundi slitið: 16:41.