Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

14. stjórnarfundur S78 17. október 2012

By 31. október, 2012mars 6th, 2020No Comments

Mættir: Stjórnarmennirnir Guðmundur Helgason (Mummi), Svavar Gunnar Jónsson, Ragnheiður Ásta Þorvarðardóttir, Ugla Stefanía Jónsdóttir, Sigurður Júlíus Guðmundsson (Siggi), Gunnlaugur Bragi Björnsson og Fríða Agnarsdóttir. Haukur Árni Hjartarson situr fundinn sem fulltrúi trúnaðarráðs. Árni Grétar Jóhannsson framkvæmdastjóri boðaði forföll.

Fundur settur 19:24

 1. Fundargerð síðasta fundar borin til samþykktar
  Samþykkt
 2. Trúnaðarráðsfundur 27.okt
  Ekki búið að fá staðfestingu á húsnæði á Selfossi né hvað varðar hádegismat en Árni Grétar er að vinna í því.
  Tillögur að umræðuefni fyrrihlutan eru ætleiðingarmál, framtíð Mannréttindaverðlauna, aðgerðaráætlun, vesturferð, sjálfsmorðstíðni samkynhneigðra.
  Starfsmenn í Háskólanum á Akureyri (prófessorar, kennarar og/eða lektorar) eru að vinna að lífsgæðakönnun og er meðal annars kannað hugsanir og tilraunir um sjálfsmorð samkynhneigðra. Vert að kanna hvort einhver sem vinnur að henni geti og hafi áhuga á að kynna hana á fundinum.
 3. Húsnæðismál
  Umræðu frestað.
 4. Staða á félagatali
  Síðast þegar þessar tölur voru teknar saman eða fyrir c.a. mánuði þá voru 1001 skráðir félagar og 437 greiddir félagar. Í dag eru 1004 skráðir félagar en 442 greiddir. Afhverju eru ekki fleiri sem greiða þó svo að þetta sé há prósenta þá viljum við auðvitað fá fleiri greiðandi félaga. Kanna hvort Pétur Óli geti eitthvað greint hverjir það eru sem ekki eru að greiða, eru það félagar sem ekki hafa greitt í mörg ár eða eru það nýlegir félagar?
  Þurfum að setja pressu á Stoltur félagi átakið og heyra hvernig það gengur.
 5. Önnur mál
 • Ráðning fræðslufulltrúa er í vinnslu. Viðtöl við þá sem komu til greina verða á næstu dögum.
 • Bingóhópurinn þarf að fara af stað sem fyrst. Þurfum að fara yfir listann síðan í fyrra og endurbæta hann, bæta við hann, kanna hvort sömu aðilar eru til í að vera tengiliðir við þau fyrirtæki frá því í fyrra. Ragga ætlar að reyna að fara yfir þennan lista og skipuleggja vel. Ekki vitlaust að senda póst á póstlisann okkar og óska eftir aðstoð félagsmanna. T.d. ef einhverjir þeirra eiga fyrirtæki eða þekkja vel til einhverra fyrirtækja sem hugsanlega gætu gefið í vinninga.
 • Elísa formaður Trans-ísland hafði samband og fannst skrítið að sjá að það væri verið að starta aðstandendahóp transfólks án þess að tala við þau. Erum hjartanlega sammála og þurfum að vera vakandi yfir þessu og passa að ef eitthvað fer í gang að haft verði samband við þau félög eða þá hópa sem þegar eru til sem gætu tengst á einhvern hátt.
 • Svavar hafði samband við Svövu Hrafnkels varðandi löggubæklinginn og er hún á fullu að vinna í þessu. Margt sem þarf að endurskrifa, annað taka út og enn annað sem þyrfti hugsanlega að bæta við. Hún vill endilega fá einhvern sem hefur þekkingu varðandi transmálefni og Ugla tekur það verkefni að sér. Einnig myndi hún vilja fá nokkra til að lesa þetta yfir, meðal annars einhvern sem er kannski ekki alveg 100% fylgjandi hinsegin málefnum.
 • Vantar nýja fulltrúa Trans- Ísland og Q-félagsins fyrir trúnaðarráðsfundinn, í stað þeirra sem hafa flutt í burtu. Ugla fer í það.
 • Siggi er að fara aftur af hörku í að vinna við heimasíðuna, félagaskráningu á netinu og póstkerfið.
 • Grein um tæknifrjóvganir í Frakklandi sem við studdum birtist 11.okt og kemur þar fram okkar stuðningur ásamt öðrum félögum í Evrópu þar sem tæknifrjóvganir lesbía er leyfð.

Fundi slitið 20:41
Næsti fundur miðvikudagur 31.okt 19:15
Fundarritari: Fríða Agnars

Leave a Reply