Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

15. Stjórnarfundur 2015

By 2. mars, 2015apríl 8th, 2020No Comments

Fundurinn var haldinn að Hverfisgötu í Reykjavík og hann sátu Hilmar Hildarson Magnúsarson formaður (HHM), Auður Magndís Auðardóttir meðstjórnandi (AMA), Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir meðstjórnandi (AÞÓ), Svandís Anna Sigurðardóttir (SAS), Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson gjaldkeri (VIV), Gunnar Helgi Guðjónsson meðstjórnandi (GHG) Kamilla Einarsdóttir, ritari (KE) Anna Margrét Grétarsdóttir var fulltrúi trúnaðarráðs.

Ár 2015, mánudaginn 2. mars kl.17:35 var haldinn fundur stjórnar Samtakanna ‘78.

1. Aðalfundur og ársskýrsla (og allt praktískt sem því fylgir – frestir, tilkynningar, framboð o.fl.)

-21. Mars er aðalfundur. -Það er kominn fundarstjóri -Hún vill fá dagskrá sem fyrst. -Það verður góður tími gefinn í að útskýra húsnæðið.
-Við viljum halda þetta á Kex -En Norræna húsið, möguleikinn verður athugaður af Gunnari (GHG)
-Annars er Amnesty líka mörguleiki.
-Þá þarf að láta vita af því að ef hann þarf að byrja klukkan 12:00 og láta vita af því með fyrirvara.
-Aldís ætlar að klára skýrslu um alþjóðamálin.
-VIV ætlar að klárar skýrslu um húsnæðismálin.
-Ugla klárar skýrslu um fræðslu -Það vantar um ungmennahópinn.
-Bears on Iceland og Pink?
-Frestirnir?
Þarf að ræða betur fyrir næsta fund
-Lagabreytingar –Þarf að ræða fyrir fundinn.
Posi verður að vera á staðnum

2. Húsnæðismálin

-Húsasmíðameistarinn Palli segir að það sé u.þ.b. 1.5 mánuður eftir.
-Þetta kemur allt fram í skýrslunni sem verður tilbúin næsta sunnudagskvöld.
-Það þarf að ganga frá lausum endum, eins og hvar ljósin eiga að vera og litina.

3. fjármál félagsins – samningar, reikningar o.fl.

Það gengur vel að koma öllum upplýsingum saman fyrir ársskýrsluna.

4. Önnur mál (Stattu með, sjálfboðaliðadinner o.fl.)

-Frestað til næsta fundar.

Leave a Reply