Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

15. Stjórnarfundur 2015

By 4. nóvember, 2015mars 27th, 2020No Comments

Fundinn sátu: Hilmar Hildar Magnúsarson formaður (HHM), María Rut Kristinsdóttir varaformaður (MRK), Steina Dögg Vigfúsdóttir gjaldkeri (SDV), Júlía Margrét Einarsdóttir ritari (JME), Matthew Deaves meðstjórnandi (MD) og Sesselja María Mortensen (SMM) áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs.
Forföll: Kara Ásdís Kristinsdóttir meðstjórnandi (KÁK), Kitty Anderson meðstjórnandi (KE).

Ár 2015, miðvikudaginn 4. nóvember kl. 20.00 var haldinn fundur stjórnar Samtakanna ‘78 að Suðurgötu 3 í Reykjavík.
Júlía Margrét Einarsdóttir ritari ritaði fundargerð.

1.Fundargerð síðasta fundar: Samþykkt og eftirfylgni

HHM og JME klári fundargerðir f. næsta fund.

2.Fjármál og félagatal: Staða, fjáröflun, fjármálafundur o.fl.

Rætt um stöðu mála, tekjur og gjöld. Rætt um þau atriði sem þarf að klára til að fá prókúru á reikninga fyrir framkvæmdastýru. KÁK og JME þurfa að láta skanna skilríki og eins þarf að skila inn þremur fundargerðum, þ.á.m. aðalfundar til að sýna fram á lögmæti stjórnar. AMA fylgi eftir. AMA geri tillögu að dagsetningu fjármálafundar með formanni, gjaldkera, bókara og framkvæmdastýru til að fara í saumana á fjármálum félagsins og undirbúa framlagningu fjárhagsáætlunar síðar í mánuðinum. Rætt um að bóka lykilfólk í stjórn og framkvæmdastýru á námskeið í bókhaldi og rekstri til að skerpa enn á málum.

3.Almennt félagsstarf: Félagsfundur í nóvember ‐ dagskrá og undirbúningur

Dagsetning fundar ákveðin 25. nóvember.
Dagskrá:
1. Fjárhagsáætlun næsta árs kynnt.
2. Kynning á umsókn BDSM Ísland um hagsmunaðild að samtökunum
3. Skipan kjörnefndar
4. Önnur mál

Fundurinn verði auglýstur í upplýsingapósti til félaga nk. mánudag og kallað eftir framboðum í kjörnefnd. AMA fylgi eftir.

4.Menning og viðburðir/upplýsingamál: Bækur frá Borgarbókasafni

Um 700 titlar eru komnir aftur úr gjöf S78 til safnsins frá fyrra ári. Um er að ræða bækur sem safnið telur úreltar og/eða telur sig ekki geta geymt, en safnið er ‘gegnumstreymissafn’. Safnið biður líka um tillögur að innkaupum á hinsegin efni. Komin er tillaga að bókmenntakvöldi 5. des. Stefnt að markaði með bækur og DVD. AMA fylgir eftir.

5.Réttindabarátta og löggjöf: Umsögn um staðgöngumæðrun

Komin eru drög að umsögn um frumvarp til laga um staðgöngumæðrun. Rætt að taka ákveðnari afstöðu verði ekki fallist á ábendingar er varða hagsmuni félaga í S78. Skilafrestur umsagna er 11. nóvember. AMA fylgi eftir.

6.Almennt félagsstarf: Ársþing S78 2016

Rætt um að gera aðalfundi hærra undir höfði með því að skipuleggja meiri dagskrá í kringum hann, ársþing, með viðburðum, mál‐ og vinnustofum o.fl. Samþykkt að Ársþing Samtakanna ‘78 verði haldið helgina 11. til 13. mars 2016. HHM fylgi eftir og tali við formann trúnaðarráðs sem hefur verið að vinna úr niðurstöðum sameiginlegs fundar stjórnar og trúnaðarráðs. Sú vinna liggur til grundvallar málefnastarfi í aðdraganda ársþings.

7.Réttindabarátta og löggjöf: Þjóðskrármál ‐ Beiðni um stuðning við málarekstur

Í gang er að fara málarekstur hinsegin pars vegna foreldraskráningar hjá Þjóðskrá. Parið hefur óskað eftir stuðningi félagsins. Samþykkt að ekki verði um beinan fjárhagsstuðning að ræða en að félagið sé tilbúið að veita aðstoð við frumkvæði viðkomandi pars, s.s. að leggja til húsnæði fyrir fjáröflunarviðburði, aðstoða við að setja upp fjársöfnun, ljá málinu nafn samtakanna og nota tengslanet félagsins til að vekja athygli. AMA fylgist með framvindu málsins.

8.Viðburðir og menning: Ráðstefna um aktívisma veturinn 2016‐17

Félagið Tabú býður samtökunum í samstarf um að halda ráðstefnu um aktívisma veturinn 2016‐17. Kveikjan er m.a. 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna í ár. Tabú vilja leggja áherslu ‘intersectional’ baráttu. Samþykkt að ganga til samstarfs á þeim forsendum að Tabú sæki um styrki og skrái samtökin sem samstarfsaðila. Samtökin komi að skipulagningu þegar fram í sækir.

9.Viðburðir/Fræðsla: Sophie Labelle á Íslandi

Trans Ísland hafði samband vegna trans aktívistans og teiknimyndahöfundarins
Sophie Labelle sem hefur áhuga á að koma til Íslands í janúar og halda
erindi/vinnustofur o.fl. Samþykkt að félagið komi að verkefninu ásamt öðrum félögum og/eða einstaklingum og taki þátt í fjármögnun vegna komu Sophie hingað til lands. Félagið leggi til kr. 40.000. AMA fylgir eftir.

10.Húsnæðismál: Framkvæmdir, húsgögn, útleiga á sal o.fl.

Samþykkt að HHM setji upp verkefnisskjal vegna húsnæðismála, þ.e. þær framkvæmdir sem standa út af. AMA skoði tryggingar og vinni að endanlegri samþykkt/úttekt hjá byggingarfulltrúa v. yfirstaðinna húsnæðisframkvæmda. Umræður um gjaldskrá og greiðslutilhögun vegna afnota af sal. Frestað til næsta fundar.

11.Önnur mál

Reikningar ungliða

Rætt um fyrirkomulag reikninga vegna ungliðastarfsins.

Reykjavíkurmaraþonið

Styrkir hafa borist frá Reykjavíkurmaraþoni, tæplega 60.000 kr. Stjórnin þakkar þeim sem hétu á hlaupara sem hlupu í nafni Samtakanna ‘78.

Regnbogasalsdagatal

Rætt um að gera dagatal varðandi starfsemina í húsnæðinu aðgengilegra.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21.30.

Leave a Reply