Skip to main content
FundargerðirStjórn

15. Stjórnarfundur 2016

By 17. ágúst, 2016mars 16th, 2020No Comments

Fundinn sátu: Ásthildur Gunnarsdóttir, Júlía Margrét Einarsdóttir, Kitty Anderson, Unnsteinn Jóhannsson, María Helga Guðmundsdóttir, Benedikt Traustason.
Einnig sat fundinn Sólveig Rós áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs.
Forföll boðaði: Heiður Björk Friðbjörnsdóttir.

Ár 2016, miðvikudaginn 17.08.2016 var haldinn fundur stjórnar Samtakanna ‘78 að Nýlendugötu 65.
Fundargerð ritaði: Júlía Margrét Einarsdóttir

Fundur settur 20:07.

1.Dagskrá fundarins: Skipulagning aðalfundar í september 2016

Rætt var um prentun og sendingu á fundarboði. Mikilvægt er vegna kostnaðar að bjóða fólki að styrkja félagið fyrir kostnaði bréfsins og vera með söfnunarbauk á staðnum fyrir frjáls framlög.
Enn á eftir að fastákveða fundarstjóra. Nokkrar tillögur gætu enn gengið og verður haft samband við það fólk í vikunni – Ásthildur, Unnsteinn og María sjá um það. Unnsteinn mun sömuleiðis hafa samband við hugsanlegan fundarritara. Sólveig Rós og Auður munu yfirfara með hvaða hætti sé best að bjóða upp á táknmálstúlkun.

Staðfesta þarf við fólk úr stjórn 2015­2016 hverjir muni leggja fram skýrslu stjórnar og ársreikninga.
Einnig er stefnt að því að vera með gögn fyrir síðasta hálfa ár til að leggja fram, “hálfs árs stöðutékk.” Stjórn og framkvæmdastýra munu taka þau gögn saman.

2.Önnur mál:

Auður átti fund við heilbrigðisráðherra og ræddi um ráðgjafaþjónustu. Viðbrögðin voru þau að þetta ætti ekki heima inni á borði hjá honum.
Sex sóttu um hlutverk umsjónaraðila um ungliða og það verða tekin viðtöl við þau. Vonast er til að það verði fyrir utan Hrefnu tveir á hverju kvöldi og að hver sjálfboðaliði vinni þriðju hverja viku.

Fundi slitið: 21:12

Leave a Reply