Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

15. Stjórnarfundur S78 20.11.2013

By 11. desember, 2013mars 6th, 2020No Comments

15. Stjórnarfundur S78 20.11.2013

 

Mætt: Stjórnarmennirnir Fríða Agnarsdóttir, Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson (Villi), Sigurður Júlíus Guðmundsson (Siggi), Svandís Anna Sigurðardóttir (SAS),  Örn Danival Kristjánsson, Árni Grétar Jóhannsson (ÁG)(framkvæmdastjóri S78), Auður Halldórsdóttir áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs

 

Fjarverandi: Gunnar Helgi Guðjónsson (GHG)(Áheyrnarfulltrúi Trúnaðarráðs), Fríða Agnarsdóttir, Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson (Villi), Sigurður Júlíus Guðmundsson (Siggi), Svandís Anna Sigurðardóttir (SAS), Guðrún Arna Kristjánsdóttir (GAK), Örn Danival Kristjánsson, Anna Pála Sverrisdóttir (APS), Sverrir Jónsson (Áheyrnarfulltrúi Trúnaðarráðs), Árni Grétar Jóhannsson (ÁG)(framkvæmdastjóri S78)

 

Fundur settur: 17:22

 

1.  Fundargerð síðasta fundar: Samþykkt

 

2. Félagsfundur – Yfirferð

 

  • Í kjörnefnd voru kosin Íris Ellenberger, Gunnlaugur Bragi og Ragnheiður Ásta.

  • Fjárhagsáætlun var samþykkt.

  • Fundurinn ágætlega sóttur (um 20 manns).

  • Nánari upplýsingar í fundargerð félagsfundar.

 

3. Aðventukvöld

Dagsetning? Skipulag?

 

  • Áætlað 12. des.

  • Starfshópur farinn af stað. Auður Halldórs leiðir hópinn ásamt ÁG.

  • Tvö atriði staðfest nú þegar. SAS minnir á Evu Rún.

 

4. Jólabingó

Staðan?

 

  • María Helga hefur yfirstjórn með skipulaginu á þessum viðburði.

  • Staðan á vinningasöfnun er sú að verið er að fara af stað með söfnunina.

  • Búið er að stofna sér gmail sem er jolabingo@samtokin78.is“>jolabingo@samtokin78.is

  • Búið er að senda út viðburð á facebook.

 

5. Óformleg könnun meðal félagsmanna vegna mismununar á vinnumarkaði

 

  • ÁG ber fram spurningu: viljum við hafa spurninguna almenna eða biðja fólk um að tilgreina frekari upplýsingar

  • Auður Magga mun semja spurninguna

  • SAS ræðir við hana um spurninguna

 

6. Fræðslumál

a) Rainbowsíðan og útúrskápnum síðan

 

  • ÁG hefur ekki fundið upplýsingar um Rainbowsíðuna

  • ÁG ætlar að tala við Siggu um að fara í þessa síðu og ræða við Sigga

 

b) Fræðslubæklingur, staðan

 

  • SAS ætlar að ræða við Hannes varðandi hönnun.

 

7. Bleika húfan (Thorvaldsen fordómamálið)

 

  • Fólkið er veikt og hefur ekki getað fundað. ÁG hefur verið sambandi við þau og mun fylgja þessu eftir.

 

8. Trúnaðarmál

 

9. Fjölskyldumál

Vinnuskjal frá Gunnari – skil á föstudaginn

 

  • Skjalið er innlegg S78 til mótunar fjölskyldustefnu.

  • Öll eru búin að lesa yfir skjalið og er hvatningu til stjórnar um að lesa aftur yfir

 

10. Varamaður Uglu í stjórn Mannréttindaskrifstofu

Skipun og umræða

 

  • Stjórn var búin að afgreiða þetta mál og fer Örn inn sem varamaður.

 

11. Úganda

 

  • APS sendi inn fyrirspurn varðandi stimplun á ársreikningi.

  • ÁG komast að því að Guðrún endurskoðandi misskildi málið. ÁG er búinn að leysa það, en núna segir Guðrún að þetta sé óþarfi og kostnaðarsamt. Hún segir S78 ekki þurfa löggilda endurskoðun. Þessi vinna kostar um 75 þús kr.

  • APS og Villi voru búin að ræða að þennan stimpil þurfti fyrir þróunarsamvinnusjóð.

  • Villi leggur til að ÁG heyri í Hilmari varðandi pro bono vinnu við þetta. Ef það gengur ekki mun ÁG heyra í gjaldkera.

 

12. Styrktarsjóður Q (regnbogastorkurinn)

Q biður um a.m.k. 50.000kr til að stofna styrktarsjóð

 

  • Stjórn samþykkir að gefa þeim 50.000kr, sem er viðráðanlegt að svo stöddu með þeim fyrirvara að S78 hefur ekki séð starfsreglur sjóðsins ennþá. Hugsanlega verður auka styrkur veittur eftir áramót.

  • S78 þiggja boð um sæti í stjórn sjóðsins sem Q hefur boðið.

 

13. Framkvæmdastjóri myglar

 

  • ÁG leggur til að við fáum aðila til að gera úttekt á myglunni hér innanhús. Með þeim hætti mætti þrýsta á húsfélagið að lagfæra leka.

  • ÁG finnur mun á sér þegar hann er hér og annars staðar. Úttektin kostar 30 þús.

  • Villi leggur til að við köllum fyrst húsfund og förum fram á að húsnæðið verði lagfært. Leggja til að húsfélagið greiði fyrir myglu úttekt.

  • Fríða, Villi og ÁG stefna á að mæta.

 

14. Önnur mál

a) Intersex mál – viljum við taka þann slag?

 

  • Siggi ræðir að S78 hafi aldrei tekið þessi mál upp.

  • Villi vill fara þá leið að taka upp umræðuna þegar hún á við, en það má varla fara mikið lengra án þess að intersex einstaklingar komi að því.

  • SAS talar um að S78 þurfi að vera opin, án þess þó að tala fyrir intersex fólki.

  • SAS leggur til að við sýnum heimildamyndina Intersexion og bjóðum félagsmönnum á hana. Reynum að taka þátt og auka umræður þegar á við.

 

b) Skipta aftur um miðvikudag svo að áheyrnarfulltrúi trúnó komist á fundina

 

  • Samþykkt, fundur aftur eftir viku.

  • Siggi nefnir að þessi vinnutími er ekki þægilegur fyrir hann. Lagt er til að seinka fundartíma til 17.30 og er það samþykkt.

 

c) Moskva

 

  • Framhald af fundi með Ellý Katrínu borgarfulltrúa. Spurningin er um að endurrita samstarfssamninginn eða segja honum upp (þá á milli Reykjavíkur og Moskvu). Við höfum fengið bréf sem hefur verið sent til Moskvuborgar. Stjórn er sátt við það og hlakkar til að sjá hvað setur.

 

d) Fundur vegna skipunar í nefnd vegna málefna Hinsegin fólks. Erum við búin að fá boð?

 

  • TÍ hefur fengið
    boð. Stjórn felur ÁG það verkefni að athuga þetta mál. Við viljum vera með.

  • ÁG segir að hann bíður eftir umsögn frá APS sem á að skila til nefndarinnar. Hann mun heyra í henni aftur á morgun þar sem þarf að skila þessu á morgun og hinn.

 

e) Upplýsingar frá nefnd um Mannréttindaviðurkenningu S78

 

  • Siggi greinir frá því að hugmyndin er að hverfa frá fyrra skipulagi og taka upp viðurkenningu með öðrum hætti. Tvær hugmyndir eru uppi, annars vegar að þakka fólki sem hefur unnið vel í þágu hinsegin fólks, og svo hins vegar að veita hvatningaverðlaun, sem eru þá fyrir fólk sem er ekki að standa sig nógu vel. Með þessari hugmynd er pælingin að veita fræðslu og þar með ‘regnbogastimpil’.

  • SAS segir það þurfa að fara varlega í regnbogastimpil, útfæra hann á mjög faglegan hátt og gæta þess að veita aðilum ekki tækifæri til að kaupa sér stimpil.

  • Villi tekur undir varðandi sölu á regnbogastimpli og sér þetta sem mun stærra batterí. Einnig vill hann ekki fella mannréttindaviðurkenninguna alveg frá.

  • Auður tekur í sama streng, að þurfa ekki að veita alltaf þrjú verðlaun í hvert skipti.

  • Siggi segir að nefndin taki undir það, einning hefur hún rætt um það að breyta nafninu á viðurkenningunni. Einnig segir hann að nefndin hafi einungis fundað einu sinni.

  • Stjórn ræðir hugmyndir um viðurkenninguna. Nefndin mun skoða þetta áfram.

 

f) Hinsegin bíó – staðan

 

  • ÁG segir frá því að BNA sendiráðið hefur bakkað með fjármagnið sem það ætlaði að leggja í þetta.

  • Bíó paradís spyr hvort S78 geti lagt til fjármagn eða fundið fjármögnunaraðila. S78 sjá ekki fram á að geta fundið fjármagn í þetta verkefni.

  • SAS spyr hvort hægt sé að fjármagna allavega myndina Intersexion.

 

g) Minningardagur Trans fólks – allt klárt og af stað!

Fundi slitið: 18.39.
Næsti fundur verður: 27.11.13, kl. 17.30.

Fundarritari: Svandís Anna Sigurðardóttir.

Leave a Reply