Skip to main content
FundargerðirTrúnaðarráð

16/5 2017 Fyrsti fundur stjórnar og trúnaðarráðs 2017-18

By 16. maí, 2017maí 24th, 2020No Comments

Stjórn og trúnaðarráð Samtakanna '78

Starfsárið 2017 – 2018

1. fundur

Þann 16. maí 2017 var haldinn fundur á Kex hosteli kl. 18:10.

Fundinn sátu:

Stjórn: María Helga Guðmundsdóttir, Sigurður Júlíus Guðmundsson, Álfur Birkir Bjarnason, Kitty Anderson, Guðmunda Smári Veigarsdóttir, Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir

Trúnaðarráð: Alda Villiljós (og Trans Ísland), Jóhann G. Thorarensen, Guðný Guðnadóttir, Ragnhildur Sverrisdóttir, Reynir Þór Eggertsson, Andres Pelaez

Starfsfólk: Helga Baldvins- Bjargardóttir

María Helga setur fundinn 18:10

Áður en lengra er haldið:

Reynir Þór, formaður trúnaðarráðs, flytur af landi í sumar og því þarf að skipa eftirmanneskju.

1. Hlutverk stjórnar og trúnaðarráðs og samstarf

Gestum þykir vænlegt að stjórn og trúnaðarráð taki aftur þátt saman í starfshópum á vegum S78 ásamt öðrum. Smærri verkefni eru líkleg til að þétta raðirnar.

2. Hvernig nýtist áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs í stjórn sem best?

Sigurður Júlíus veltir upp hugleiðingum um áheyrnarfulltrúa og hvetur fólk til að hugsa um þær yfir allt starfsárið. Áheyrnarfulltrúi er öryggisventill trúnaðarráðs og félagsmanna gagnvart stjórn en oft mæðir mikið á fulltrúanum.

Guðjón Ragnar Jónasson gengur á fund 18:30

3. Regnbogakort ILGA-Europe

Við virðumst munu falla um 12 prósentustig og nokkur sæti á regnkortinu. Hugmynd að setja fram óskalista í ágúst til Alþingis með slagorðinu “Yfir 78% fyrir fjörutíu ára afmæli Samtakanna ‘78”. Þetta mætti koma inn í gönguatriði S78 á Hinsegindögum.

4. Starfsáætlun starfsárið 2017-2018

Ýmsar umræður um starfsáætlun og ýmsar nefndir og starfshópa.

5. Umræða innan félagsins vegna barneigna hinsegin fólks

Reynir Þór leggur til að við tökum opið samtal við félagsmenn um stefnu okkar í þessum málum.

Fundi slitið 20:00

Fundargerð ritaði Álfur Birkir Bjarnason

Leave a Reply