Skip to main content
FundargerðirTrúnaðarráð

16/11 2016 Þriðji fundur trúnaðarráðs 2016-2017

By 16. nóvember, 2016maí 24th, 2020No Comments

Trúnaðarráð Samtakanna ‘78

Starfsárið 2016 – 2017

03. fundur
Mætt: Alda Villiljós formaður, Lotta Blaze Jóns, Brynjar Benediktsson, Jóhann G. Thorarensen, Kjartan Þór Ingason, Sigurður Júlíus Guðmundsson og Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir varaformaður, allt kjörnir fulltrúar; Anita Rübberdt, fulltrúi Hinsegin kórsins.

Fundur settur af formanni kl 20.10.

Vara- og áheyrnarfulltrúi.

Sólveig Rós áheyrnarfulltrúi hefur lýst yfir að hún vilji ekki lengur vera áheyrnarfulltrúi.

Óskað var eftir framboðum í stöðu áheyrnarfulltrúa. Aðeins eitt framboð barst og það var frá Ericu Pike (Sigríður J. Valdimarsdóttir). Erica er sjálfkjörin og engin mótmæli berast.

Sigurður Júlíus (Sjúlli) heldur embætti sínu sem varaáheyrnarfulltrúi en gefur fyrirvara um að staða hans gæti breyst og hann óskað eftir einhverjum til að leysa sig af á næstu mánuðum.

Nafn og hlutverk trúnaðarráðs

Það hefur verið uppi umræða talsvert lengi um nafn og hlutverk trúnaðarráðs. Nafnið þykir ekki lýsandi fyrir það sem trúnaðarráð starfar við, og lögin sem kveða á um hlutverk trúnaðarráðs valda oft pirringi.

Stungið er upp á að breyta nafni trúnaðarráðs í fulltrúaráð. Nafnið þykir lýsandi fyrir störf trúnaðarráðs enda sitja 10 fulltrúar úr Samtökunum ´78 og max. 2 fulltrúar frá hverju og einu hagsmunafélagi.

Þórhildur bendir á að lagagreinin sem segir til um hvað þarf marga meðlimi á trúnaðarrfund til að fundurinn sé löglegur. Í kjölfarið skapast miklar umræður, mismunandi skoðanir á lofti og ákveðið er að setja lögin sem kveða á um trúnaðarráð í Google Docs skjal sem allir meðlimir trúnó hafa tillögurétt á.

Jólabingó

Lotta gefur stöðuna á Jólbingóinu og vinningunum fyrir það. Það eru komnir vinningar fyrir rúmlega 800.000 og stefnt er á enn fleiri. Fleira er ekki sagt, staðsetning og dagsetning eru solid og allt á fullu að auglýsa viðburðin og bjóða fólki á hann.

Þrettándaball

Félagsmálanefnd sér um að skipuleggja þrettándaballið og er mjög sennilegt að ballið verið á þrettándanum 6.janúar, sem er föstudagur. Það er ekki búið að skipuleggja meira en það.

Leave a Reply