Skip to main content
FundargerðirStjórn

16. Stjórnarfundur 2023

By 16. febrúar, 2023mars 7th, 2023No Comments

Viðstödd eru: Bjarndís, Daníel (framkvæmdastj.), Mars, Óli Alex, Sigga Ösp (áheyrnarfulltrúi félagaráðs), Vera, Þórhildur
Fundargerð ritar: Vera Illugadóttir

Fundur settur: 17:15

1. Samþykkt síðustu fundargerðar

Fundargerð síðasta stjórnarfundar hefur verið samþykkt á Slack-rás stjórnar.

2. Húsnæðismál

Bjarndís segir frá húsnæði á Hverfisgötu sem er til sölu. Hún og Álfur hafa skoðað húsnæðið og eru sammála um að það henti Samtökunum ekki að fjárfesta í því. Stjórn er sammála.

3. Viðburðir með sendiráðum

Formanni barst fyrirspurn frá sendiráði Bretlands um mögulegt samstarf um viðburð. Stjórn ræðir og samþykkir að senda erindið á skrifstofu.

4. Hýryrði 2023

Stjórn ræðir fyrirkomulag hýryrðakeppni ársins 2023. Stjórn samþykkir að framkvæmdastjóri hafi umsjón með skipun nefndar um keppnina.

5. Kynhlutlaus lög Samtakanna ‘78

Bjarndís segir frá því að stefnt sé að því að endurrita lög Samtakanna með kynhlutlausu máli fyrir árið 2024. Stjórn fagnar.

6. Heilsugæslan

Framkvæmdastjóri segir stjórn frá yfirstandandi vinnu Samtakanna vegna stöðu innkirtlasérfræðinga á Landspítala, unnið í samráði við embætti Landlæknis, Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

7. Kærumál

Framkvæmdastjóri segir frá framgangi kæru Samtakanna á hendur Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara. Málið er enn í ferli innan dómskerfisins. Stjórn fagnar.

8. Landsþing

Vinna að dagskrá Landsþings 2023 miðar vel. Samtökin hafa boðið félagsskapnum Sleik styrk til að halda viðburð í Iðnó, kvöldið eftir aðalfund á föstudegi.

9. Önnur mál

a. Samtökunum hefur borist erindi frá European Anti-Poverty Network á Íslandi um að gerast aðili að þeim samtökum. Stjórn ræðir.
b. Heiðursmerki. Stjórn ræðir hugmynd um veitingu heiðursmerkis Samtakanna til ákveðins einstaklings. Engin ákvörðun um málið tekin að svo stöddu.

Fundið slitið: 18:34