Skip to main content
FundargerðirStjórn

16. stjórnarfundur 2024

By 5. nóvember, 2024nóvember 7th, 2024No Comments

Viðstödd eru: Hannes, Hrönn, Jóhannes, Kristmundur, Sveinn, Vera, Kári
(framkvæmdastjóri).
Fundargerð ritar: Vera Illugadóttir
Fundur settur: 16:09.

1. Yfirferð og samþykkt fundargerða
Láðst hefur að samþykkja fundargerðir síðustu stjórnarfunda. Stjórn hefur nú farið yfir allar
síðustu fundargerðir og eru þær samþykktar.

2. Húsnæðismál
Kauptilboð Samtakanna í húsnæði við Hverfisgötu 105 hefur verið samþykkt. Kári fer yfir
það. Skipuleggja þarf næstu skref í húsnæðismálum og finna fólk í ýmis verkefni fyrir
höndum hvað varðar framkvæmdir og fjáröflun. Stjórn ræðir.

3. Félagsfundur
Félagsfundur fór fram þarsíðustu helgi. Þar gleymdist að skipa kjörnefnd fyrir aðalfund og
samþykkja svo boða verður annan félagsfund. Stjórn ræðir mögulegar dagsetningar fyrir
annan fund. Að öðru leyti var fundurinn góður að mati stjórnar.

4. Hinseginleikinn í leikhúsi
Samtökin ’78 og Borgarleikhúsið stóðu að pallborðsviðburði um hinseginleikann í leikhúsinu
síðastliðinn sunnudag. Kristmundur segir frá.

5. Þingkosningar
Samtökin sendu spurningar á stjórnmálaflokka vegna komandi þingkosninga. Stjórn ræðir
ýmis atriði tengd þeim.

6. ILGA World
Palestínsk hinsegin samtök leggja til að þremur ísraelsk hinsegin samtökum verði vísað úr
ILGA World. Stjórn ræðir.
Fundi slitið: 17:10.