Viðstödd eru: Bjarndís, Hrönn, Jóhannes, Leifur, Sveinn, Vera, Kári (framkvæmdastjóri).
Fundargerð ritar: Vera Illugadóttir
Fundur settur: 15:30.
1. Samþykkt fundargerðar síðasta stjórnarfundar
Stjórn samþykkir fundargerð síðasta stjórnarfundar.
2. Afmælisnefnd
Finna þarf fólk í nefnd um skipulagningu 50 ára afmælisárs Samtakanna 2028. Stjórn ræðir.
3. Stefnumótun Mannréttindastofnunar — áherslur S78
Samtökin eru í ráðgjafanefnd nýrrar Mannréttindastofnunar Íslands. Stofnunin er í stefnumótunarvinnu og hafa Samtökin verið beðin um aðkomu að því. Kári segir frá og hvetur stjórnarliða til að hafa skoðun á þessu og koma með punkta.
4. Samningar við ráðuneyti og styrkur
Kári fer yfir stöðuna á samningum við ráðuneyti. Lítið er að frétta en vinna og samtöl í gangi. Stjórn ræðir fjármál. Samtökin fengu nýverið styrk fyrir verkefninu Regnbogalínunni frá mannréttindaráði Reykjavíkurborgar, stjórn fagnar því.
5. Jólagleði
Stjórn ræðir fyrirhugaða jólagleði síðar í vikunni.
6. Fagráð
Kári átti fund með fagráði Samtakanna um málefni tengd starfsfólki og verktökum og starfsumhverfi þeirra. Kári segir frá tillögum fagráðs að bættu starfsumhverfi. Stjórn ræðir.
7. Önnur mál
Sveinn fer yfir skipulagningu þrettándagleði Samtakanna eftir áramót.
Fundi slitið: 16:15.