Skip to main content
search
FélagsfundurFundargerðir

17/11 2016 Félagsfundur

By 17. nóvember, 2016maí 24th, 2020No Comments

Stjórn Samtakanna ‘78

Starfsárið 2016 – 2017

Félagsfundur í nóvember

Þann 17. nóvember 2016 var haldinn félagsfundur í húsnæði Samtakanna Suðurgötu 3 klukkan 18:00.

María Helga Guðmundsdóttir formaður setur fundinn klukkan 18:07.

Formaður byrjar á að staðfesta lögmæti fundarins. Til að hann sé löglegur þarf að boða hann með a.m.k. viku fyrirvara og hann þurfa að sitja a.m.k. 15 manns. Hér eru 22 einstaklingar og fundurinn var boðaður fyrir 3 vikum. Formaður óskar eftir athugasemdum við lögmæti fundar en engar berast svo hann skoðast löglegur.

Dagskrá:
  1. Skipun kjörnefndar
  2. Kynning á fjárhagsáætlun 2017
  3. Önnur mál
1. Skipun kjörnefndar

Í kjörnenfnd hafa nú borist 3 framboð. Ein af þeim manneskjum er stödd hér í kvöld en það er Ásta Ósk Hlöðversdóttir, en auk hennar hafa Alexander Björn Gunnarsson og Svandís Anna Sigurðardóttir boðið sig fram. Fundurinn samþykkir kjör þessara frambjóðenda með lófaklappi en mótbárur voru engar.

2. Kynning á fjárhagsáætlun 2017

Benedikt Traustason gjaldkeri Samtakanna kynnir drög að fjárhagsáætlun 2017.

Nýr bókari, Gerða Bjarnadóttir, var ráðinn rétt fyrir mánaðamót þar sem stjórn vildi tíðari uppgjör. Hún notar ekki sömu bókhaldsaðferðir og við höfðum gert svo það vantar einhverjar tölur í dálkinn sem sýnir stöðu bókhaldsliða fyrir janúar – október 2016. Þeir hlutar af áætluninni sem varða stöðu í október og eru ekki ljósir verða birtir um leið og þeir skýrast.

Tekjur

Gert er ráð fyrir um 600 borgandi félögum sem skilar 2.5 milljónum í félagsgjöld. Leiga á geymslu hækkar um 30 þúsund því Hinsegin kórinn greiðir fyrir leigu en hafði ekki gert það áður.

Við höfum í gegnum tíðina hlotið styrk frá Velferðarráðuneyti sem nýtist í grunnstarfsemi félagsins. Upphæð þess styrks er enn óráðin en hann hefur verið 6 milljónir síðastliðin tvö ár.

Nýr styrkur frá velferðarráðuneytinu vegna ungliðanna að upphæð 1 milljón barst fyrir tveimur dögum. Hann mun dekka laun starfsmanns sem sér um ungliðastarfið drjúgan hluta næsta árs.

Fræðslu- og þjónustusamningur við RVK er eins og áður hefur verið. Við gerum ráð fyrir lækkun á tekjum frá Hafnarfjarðarbæ þar sem gert er ráð fyrir að aðeins nýir kennarar fái fræðslu sem og nemendur í 8. bekk. Samningum um þá fræðslu er ólokið. Aðrir styrkir eru frjáls framlög frá félögum og fyrirtækjum. Samtals er gert ráð fyrir 19.030.000 kr. tekjum. Árið 2015 voru tekjur 16,8 milljónir rúmar. 

Útgjöld

Gert er ráð fyrir framkvæmdastýri í 100% starfi og fræðslustýri í 50%. Gert er ráð fyrir að þóknun vegna ráðgjafar verði hækkuð og svo eru laun vegna ungliða verða greidd með styrk sem nýlega var samþykktur. Bókhaldskostnaður lækkar vegna ráðningar nýs bókara sem tekur minna fyrir starfið.

Í frekari útgjöldum bætist við Samtakamátturinn en annað ætti ekki að vera óvænt. Í þóknun til sjálfboðaliða er vísað í sjálfboðaliðakvöldin. Spurt er hvort kostnaður vegna Samtakamáttar sé ekki áætlaður of lítill og tekur María þá fram að þar sem hann hafi síðast nánast eingöngu verið styrktur og stefnt sé að svipuðu fyrirkomulagi í ár.

Kostnaður vegna félagsmiðstöðvar vísar í sjoppuna og galleríið en þar er gert ráð fyrir ölllum innkaupum. Í ræstingarlið er gert ráð fyrir 100 þúsund króna hækkun er Samtökin greiða 40 þúsund mánaðarlega fyrir ræstingar.

Fasteignakostnaður er næst kynntur en gert er ráð fyrir 500 þúsund krónum í viðhald.

Niðurstaða skýrslunnar er sú að áætluð útgjöld eru 18.120.000 kr. og tekjur 19.030.000 kr. sem gerir 910.000 í afgang.

Fjárhagsáætlun er samþykkt af fundargestum.

3. Önnur mál

Formaður tekur til máls og reifar það sem fram hefur farið á fundinum fyrir þá sem eru nýmættir og að nú er formlegri dagskrá félagsfundar lokið. Spurning berst úr sal varðandi hlutverk kjörnefndar og útskýrir María að hlutverk hennar er að tryggja nægilega mörg framboð í embætti stjórnar fyrir aðalfund, auk fjölbreytni framboða, og sjá um framkvæmd kosninga. María auglýsir jólabingóið 3.desember næstkomandi í Vinabæ en verðmæti vinninga er orðið 900 þúsund krónur og von er á fleirum. María hvetur fundargesti til að mæta og draga vini og vandamenn með sér.

Formaður slítur fundi klukkan 18:31

 

Leave a Reply