Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

17. Stjórnarfundur 2023

By 3. mars, 2023mars 6th, 2023No Comments

Viðstödd eru: Daníel (framkv.stj.), Álfur, Bjarndís, Agnes, Sigga Ösp, Vera, Ólafur Alex og Þórhildur
Fundargerð ritar: Bjarndís Helga Tómasdóttir

Fundur settur: 17:17

1. Samþykkt síðustu fundargerðar

Fundargerð síðasta fundar verður samþykkt á Slack

2. Fréttir frá ungmennaráði

Engin fulltrúi frá ungmennaráði situr fundinn.

3. Aðalfundur 2023/Landsþing

Kosningar opna á mánudaginn og eru rafrænar.

Fátt verður um starfsfólk á Landsþingi vegna aðstæðna. Stjórn (sem heldur áfram) þarf því að sinna Landsþingi eins og kostur er. Heilsa gestum, manna upplýsingaborð etc.

Framkvæmdastjóri minnir stjórn á að renna yfir ársskýrslu.

4. Borgarskjalasafn

Agnes ber upp lokum Borgarskjalasafns og þau áhrif sem það hefur á geymslu gagna Samtakanna 78. Ástæða er til að hafa áhyggjur af geymslu, söfnun og aðgengi gagna sem tengjast hinsegin tilveru og sögu.
Stjórn samþykkir að beina þessu að nýrri stjórn með það fyrir augum að stofna vinnuhóp sem skoðar hvað það er sem þarf að gera, hvert gögn hinsegin fólks eigi helst að fara, hvernig fara eigi að því og hver komi til með að bera kostnað af þeirri vinnu. Einnig þurfi að skoða hvort stjórn Samtakanna sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins og þeirra áhrifa sem það hefur á varðveislu sögu hinsegin fólks á Íslandi

Kvennasögusafn hefur lýst yfir áhuga á að taka við gögnum með einhverjum hætti, þetta þurfi að skoða betur.

5. Heiðursmerki S78

Stjórn ræðir hvort veita eigi heiðursmerki Samtakanna 78 og hvort veita eigi þau á aðalfundi 2023. Góð umræða verður um málið.

Ákveðið er að veita ekki heiðursorðu Samtakanna á þessum aðalfundi.

6. Önnur mál

Stjórn er boðið á hinsegin prom ungmenna þann 18. apríl
Fráfarandi stjórn hyggst slútta með dinner þann 9. mars
Vinnufundur stjórnar fyrstu helgi eftir aðalfund.

7. Samþykkt fundargerðar

Ritari fundar les fundargerð til samþykkar. Stjórn samþykkir fundargerð.

Fundi slitið: 18:30