Viðstödd eru: Bjarndís, Hannes, Hrönn, Jóhannes, Kristmundur, Sveinn, Vera, Guðrún (áheyrnarfulltrúi félagaráðs), Kári (framkvæmdastjóri).
Fundargerð ritar: Vera Illugadóttir
Fundur settur: 15:10.
1. Samþykkt fundargerðar
Fundargerð síðasta stjórnarfundar er samþykkt af stjórn.
2. Húsnæðismál
Kári fer yfir stöðu húsnæðismála. Suðurgatan er komin á sölu. Annars eru engin stórtíðindi að sinni. Stjórn ræðir.
3. Heimsókn Eistlendinga
Von er í næstu viku á heimsókn fólks frá tveimur eistneskum félagasamtökum sem vinna að jafnréttismálum þar í landi. Kári fræðir stjórn um málið.
4. Erindi
Stjórn hefur borist erindi frá Herði Torfasyni. Stjórn ræðir. Formaður svarar erindinu.
5. EL*C-ráðstefna
EuroCentralAsian Lesbian* Community, sem Samtökin hafa nýlega gerst aðilar að, heldur ráðstefnu um málefni hinsegin kvenna í Róm næsta vor. Formaður leggur til að Samtökin sendi fulltrúa á ráðstefnuna með einhverjum leiðum. Stjórn er samþykk því. Stjórn ræðir ráðstefnuferðir og úrvinnslu þeirra á víðum grundvelli.
6. Hinsegin frambjóðendur
Stjórn ræðir viðburð fyrir hinsegin frambjóðendur í þingkosningum.
7. Önnur mál
Jóhannes stingur upp á öðrum fundi með ríkislögreglustjóra um hatursorðræðu og hatursglæpi og hvetur til árvekni í þeim efnum.
Fundi slitið: 16:18.